Breiðhyltingurinn Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir HSG Ahlen-Hamm þegar liðið tapaði 29-32 fyrir fyrrum samherjum Einars í Grosswallstadt.
Sverre Jakobsson lék í vörn Grosswallstadt í leiknum en staðan í hálfleik var jöfn 14-14.
HSG Ahlen-Hamm er nýliði í deildinni.