Erlent

Frumstæðir líkflutningar

Óli Tynes skrifar
Grunaður um græsku.
Grunaður um græsku. Mynd/AP

Skæðasta vopn talibana gegn hermönnum NATO í Afganistan eru heimatilbúnar sprengjur sem þeir koma fyrir í vegköntum. Fleiri vestrænir hermenn hafa fallið og særst af þeirra völdum en nokkru öðru vopni.

Um síðustu helgi var skotið eldflaug, frá flugvél, á talibana sem voru að koma einni sprengjunni fyrir. Fótgönguliðar voru sendir á staðinn strax á eftir eftir. Þeir stöðvuðu manninn á meðfylgjandi mynd. Hann var að keyra lík félaga síns í hjólbörum frá sprengjustaðnum og var grunaður um græsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×