NBA: San Antonio vann New Orleans í annað skipti á einni viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2010 09:00 Dejuan Blair keyrir hér á körfuna í nótt. Mynd/AP San Antonio Spurs er ekkert að gefa eftir í NBA-deildinni í körfubolta en aðra sögu er að segja frá New Orleans Hornets. Liðin mættust í annað skiptið á einni viku í nótt og vann San Antonio liðið aftur.Tony Parker skoraði 19 stig í 109-84 sigri San Antonio á New Orleans. San Antonio hefur þar með unnið 17 af fyrstu 20 leikjum sínum og er með bestan árangur í deildinni en New Orleans sem vann átta fyrstu leiki sína hefur tapað 4 af síðustu 5 leikjum sínum. Chris Paul var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir New Orleans og þeir David West og Trevor Ariza voru báðir með 13 stig. Matt Bonner skoraði 14 stig fyrir San Antonio en sex leikmenn San Antonio skoruðu á bilinu 10 til 14 stig. Steve Nash hitti úr öllum átta skotum sínum utan af velli og öllum fjórum vítunum þegar Phoenix Suns vann 125-108 sigur á Washington Wizards. Nash var með 20 stig og 17 stoðsendingar en Hakim Warrick var stigahæstur með 26 stig. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Washington sem er búið að tapa öllum tíu útileikjum sínum á tímabilinu.Kevin Durant snéri til baka eftir meiðsli og var með 28 stig í 114-109 sigri Oklahoma City Thunder á Golden State Warriors. Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 13 stoðsendingum en Stephen Curry var með 39 stig fyrir Golden State.Nate Robinson tók við stöðu Rajon Rondo sem gat ekki leikið vegna meiðsla og fór litli maðurinn fyrir liði Boston Celtics í 100-75 sigri á New Jersey Nets. Robinson var með 21 stig og Boston vann sinn sjöunda leik í röð. Jordan Farmar skoraði 16 stig fyrir New Jersey.Amare Stoudemire í leiknum í nótt.Mynd/APAmare Stoudemire var með 31 stig og 16 fráköst þegar New York Knicks vann sinn sjöunda útisigur í röð með því að vinna Toronto Raptors 116-99. Landry Fields var með 15 stig og 10 fráköst og Raymond Felton skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur ekki unnið svona marga útileiki í röð síðan í janúar 1995. Amir Johnson var með 22 stig og 16 fráköst fyrir Toronto.Nene skoraði 27 stig og Arron Afflalo var með 25 stig þegar Danver Nuggets vann 108-107 sigur á Memphis Grizzlies. Þetta var 999. sigur þjálfarans George Karl. Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis.Wesley Matthews var með 26 stig fyrir Portland Trail Blazers þegar liðið vann 100-91 sigur á Los Angeles Clippers. Brandon Roy var með 14 stig, Nicolas Batum bætti við 13 stigum og 13 fráköstum og Marcus Camby var með 12 stig og 19 fráköst. Eric Gordon skoraði 24 stig og Blake Griffin náði sinni áttundu tvennu í röð með 21 stigi og 15 fráköstum.Richard Hamilton var með 27 stig og Rodney Stuckey bætti við 24 stigum og 11 stoðsendingum þegar Detroit Pistions vann 102-92 sigur á Cleveland Cavaliers. Cleveland er þar með búið að tapa tveimur síðustu leikjum sínum með samtals 62 stigum því þetta var fyrsti leikur liðsins eftir heimsóknina frá LeBron James og hans nýju félögum í Miami Heat. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash gaf 17 stoðsendingar í nótt.Mynd/APNew Jersey Nets-Boston Celtics 75-100 Toronto Raptors-New York Knicks 99-116 Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 102-92 Oklahoma City Thunder-Golden State Warriors 114-109 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 109-84 Denver Nuggets-Memphis Grizzlies 108-107 Phoenix Suns-Washington Wizards 125-108 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 100-91 NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
San Antonio Spurs er ekkert að gefa eftir í NBA-deildinni í körfubolta en aðra sögu er að segja frá New Orleans Hornets. Liðin mættust í annað skiptið á einni viku í nótt og vann San Antonio liðið aftur.Tony Parker skoraði 19 stig í 109-84 sigri San Antonio á New Orleans. San Antonio hefur þar með unnið 17 af fyrstu 20 leikjum sínum og er með bestan árangur í deildinni en New Orleans sem vann átta fyrstu leiki sína hefur tapað 4 af síðustu 5 leikjum sínum. Chris Paul var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir New Orleans og þeir David West og Trevor Ariza voru báðir með 13 stig. Matt Bonner skoraði 14 stig fyrir San Antonio en sex leikmenn San Antonio skoruðu á bilinu 10 til 14 stig. Steve Nash hitti úr öllum átta skotum sínum utan af velli og öllum fjórum vítunum þegar Phoenix Suns vann 125-108 sigur á Washington Wizards. Nash var með 20 stig og 17 stoðsendingar en Hakim Warrick var stigahæstur með 26 stig. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Washington sem er búið að tapa öllum tíu útileikjum sínum á tímabilinu.Kevin Durant snéri til baka eftir meiðsli og var með 28 stig í 114-109 sigri Oklahoma City Thunder á Golden State Warriors. Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 13 stoðsendingum en Stephen Curry var með 39 stig fyrir Golden State.Nate Robinson tók við stöðu Rajon Rondo sem gat ekki leikið vegna meiðsla og fór litli maðurinn fyrir liði Boston Celtics í 100-75 sigri á New Jersey Nets. Robinson var með 21 stig og Boston vann sinn sjöunda leik í röð. Jordan Farmar skoraði 16 stig fyrir New Jersey.Amare Stoudemire í leiknum í nótt.Mynd/APAmare Stoudemire var með 31 stig og 16 fráköst þegar New York Knicks vann sinn sjöunda útisigur í röð með því að vinna Toronto Raptors 116-99. Landry Fields var með 15 stig og 10 fráköst og Raymond Felton skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur ekki unnið svona marga útileiki í röð síðan í janúar 1995. Amir Johnson var með 22 stig og 16 fráköst fyrir Toronto.Nene skoraði 27 stig og Arron Afflalo var með 25 stig þegar Danver Nuggets vann 108-107 sigur á Memphis Grizzlies. Þetta var 999. sigur þjálfarans George Karl. Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis.Wesley Matthews var með 26 stig fyrir Portland Trail Blazers þegar liðið vann 100-91 sigur á Los Angeles Clippers. Brandon Roy var með 14 stig, Nicolas Batum bætti við 13 stigum og 13 fráköstum og Marcus Camby var með 12 stig og 19 fráköst. Eric Gordon skoraði 24 stig og Blake Griffin náði sinni áttundu tvennu í röð með 21 stigi og 15 fráköstum.Richard Hamilton var með 27 stig og Rodney Stuckey bætti við 24 stigum og 11 stoðsendingum þegar Detroit Pistions vann 102-92 sigur á Cleveland Cavaliers. Cleveland er þar með búið að tapa tveimur síðustu leikjum sínum með samtals 62 stigum því þetta var fyrsti leikur liðsins eftir heimsóknina frá LeBron James og hans nýju félögum í Miami Heat. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash gaf 17 stoðsendingar í nótt.Mynd/APNew Jersey Nets-Boston Celtics 75-100 Toronto Raptors-New York Knicks 99-116 Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers 102-92 Oklahoma City Thunder-Golden State Warriors 114-109 San Antonio Spurs-New Orleans Hornets 109-84 Denver Nuggets-Memphis Grizzlies 108-107 Phoenix Suns-Washington Wizards 125-108 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 100-91
NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira