Íslenski boltinn

Olga Færseth tekur fram skóna að nýju - Skiptir í Selfoss

Elvar Geir Magnússon skrifar
Olga ætlar að raða inn mörkum fyrir Selfoss. Mynd/E.Stefán
Olga ætlar að raða inn mörkum fyrir Selfoss. Mynd/E.Stefán

Olga Færseth, ein allra mesta markadrottning í sögu íslenska kvennafótboltans, hefur tekið skóna úr hillunni. Síðast lék hún 2008 með KR. Þetta kemur fram á vefsíðunni sunnlenska.is.

Olga gengur til liðs við Selfoss sem leikur í 1. deild undir stjórn Helenu Ólafsdóttur. Selfossliðinu hefur gengið allt í haginn í sumar og unnið alla ellefu leiki sína í deildinni.

Olga er fædd 1975 og er langmarkahæst þeirra sem leikið hafa í efstu deild, hefur skorað 269 mörk í 217 leikjum.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.