Erlent

Bretar fara íslensku leiðina

Óli Tynes skrifar
Verði myrkur.
Verði myrkur.

Yfirgnæfandi meirihlutu bæjarstjórna í Bretlandi ætlar að grípa til þess ráðs að slökkva á ljósastaurum eða dimma ljósin til þess að spara peninga. Það á einnig að kveikja seinna á staurunum og slökkva fyrr á þeim. Þetta fellur ekki í góðan jarðveg hvorki hjá íbúum né lögreglu sem segir að þetta auki bæði slysahættu og fjölgi afbrotum.

Í Bretlandi er sjö og hálf milljón ljósastaura og það kostar um hálfan milljarð sterlingspunda á ári að reka þá. Þess má geta að í Reykjavík var gripið til þessara aðgerða fljótlega eftir að kreppan skall á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×