Handbolti

Flensburg aftur í þriðja sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander var í stuði í kvöld.
Alexander var í stuði í kvöld.

Íslendingaliðin Kiel og Flensburg sigruðu bæði leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Kiel lagði Magdeburg, 37-25, þar sem Aron Pálmarsson komst ekki á blað hjá Kiel. Kiel í öðru sæti deildarinnar.

Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyrir Flensburg sem vann nauman útisigur á Balingen, 21-23.

Með sigrinum komst Flensburg upp í þriðja sætið á ný en þangað hafði Rhein-Neckar Löwen farið í smá stund fyrr í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×