Innlent

Ástand manns stöðugt eftir hnífstungu á Ísafirði

Ástand manns sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Ísafirði aðfaranótt skírdags er stöðugt og er maðurinn úr lífshættu, að sögn vakthafandi læknis á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Maðurinn sem hugðist sækja tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður, sem hófst á föstudaginn langa, var stunginn með hnífi og hlaut nokkuð alvarleg meiðsl og dvelst enn á sjúkrahúsinu. Málsatvik fengust ekki upp gefin að öðru leyti.

Að undanskilinni þessari líkamsárás hafa engin meiriháttar mál komið upp í bænum tengslum við tónlistarhátíðina. Lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af minniháttar stympingum milli manna og þá hafa þrír verið teknir fyrir ölvun við akstur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×