Vopna- og olíusölumilljarðar streyma gegnum Danmörku 14. október 2010 10:53 Flóknar skattareglur gera það að verkum að það er ódýrara fyrir félag á Nýja Sjálandi að eiga fyrirtæki í Kanada ef fjárstreymið liggur í gegnum eignarhaldsfélag í Danmörku. Milljarðar danskra kr. m.a. frá vopna- og olíusölu streyma gegnum Danmörku þegar alþjóðleg stórfyrirtæki fjárfesta um allan heim. Þannig hefst frétt í Jyllands Posten um svokölluð gegnumstreymisfélög í Danmörku sem dönsk skattayfirvöld hafa nú til rannsóknar. Skatturinn er að kanna hvort skattsvik séu stunduð í Danmörku eða öðrum löndum þegar miklar fjárhæðir streyma í gegnum félög sem hafa ekki annan tilgang en þann að stjórna flæðinu. Jyllands Posten segir að talsmenn Bech-Bruun, stærstu lögmannsstofu Danmerkur, viðurkenni að þessir fjármagnsflutningar séu oft eingöngu til að losna við skattgreiðslur. Félögin sem standi á bakvið þetta séu að nýta sér mismun á milli landa hvað varðar skatta af arðgreiðslum og vaxtatekjum. Þessir skattar eru hagstæðir í Danmörku. Bech-Bruun er ráðgjafi fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki sem vilja stofna eignarhaldsfélög í Danmörku. Skattasérfræðingurinn Christen Amby segir að þetta sé vandamál þar sem núverandi kerfi geri það að verkum að Danir séu að grafa undan skattareglum í öðrum löndum. Í fréttinni er tekið sem dæmi að vopnaframleiðandinn Northrop Grumman eigi eignarhaldsfélag með heimilisfangi á skrifstofu Bech Bruun en þetta félag á svo aftur 11 fyrirtæki víða í Evrópu. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flóknar skattareglur gera það að verkum að það er ódýrara fyrir félag á Nýja Sjálandi að eiga fyrirtæki í Kanada ef fjárstreymið liggur í gegnum eignarhaldsfélag í Danmörku. Milljarðar danskra kr. m.a. frá vopna- og olíusölu streyma gegnum Danmörku þegar alþjóðleg stórfyrirtæki fjárfesta um allan heim. Þannig hefst frétt í Jyllands Posten um svokölluð gegnumstreymisfélög í Danmörku sem dönsk skattayfirvöld hafa nú til rannsóknar. Skatturinn er að kanna hvort skattsvik séu stunduð í Danmörku eða öðrum löndum þegar miklar fjárhæðir streyma í gegnum félög sem hafa ekki annan tilgang en þann að stjórna flæðinu. Jyllands Posten segir að talsmenn Bech-Bruun, stærstu lögmannsstofu Danmerkur, viðurkenni að þessir fjármagnsflutningar séu oft eingöngu til að losna við skattgreiðslur. Félögin sem standi á bakvið þetta séu að nýta sér mismun á milli landa hvað varðar skatta af arðgreiðslum og vaxtatekjum. Þessir skattar eru hagstæðir í Danmörku. Bech-Bruun er ráðgjafi fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki sem vilja stofna eignarhaldsfélög í Danmörku. Skattasérfræðingurinn Christen Amby segir að þetta sé vandamál þar sem núverandi kerfi geri það að verkum að Danir séu að grafa undan skattareglum í öðrum löndum. Í fréttinni er tekið sem dæmi að vopnaframleiðandinn Northrop Grumman eigi eignarhaldsfélag með heimilisfangi á skrifstofu Bech Bruun en þetta félag á svo aftur 11 fyrirtæki víða í Evrópu.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira