Viðskipti innlent

SFO og FSA í Bretlandi deila vegna Kaupþings

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), á í deilum við fjármálaeftirlitið (FSA) þar í landi vegna skjala sem tengjast falli Kaupþings. Þetta er fullyrt í frétt á vef Daily mail. Rannsókn Serious Fraud Office á falli Kaupþings hefur staðið yfir frá því í fyrra.

Daily mail hefur eftir heimildarmönnum sínum að breska fjármálaeftirlitið óttist að skjölin sýni fram á að eftirliti stofnunarinnar með starfsemi Kaupþings í Bretlandi hafi verið ábótavant og að þetta muni valda stofnuninni álitshnekki. Þess vegna vilji fjármálaeftirlitið ekki láta gögnin af hendi. Fjármálaeftirlitið hafnar ásökununum

Daily mail segir að rannsókn Serious Fraud office snúi helst að því sem gerðist í rekstri bankans dagana fyrir hrun hans. Meðal annars væri verið að kanna hvernig sumir einstaklingar hefðu getað tekið út háar fjárhæðir dagana fyrir hrunið. Enn fremur hvers vegna sumir viðskiptavinir gátu tekið úr stór lán gegn lélegum veðum og á lágum vöxtum. Meðal annars sé verið að rannsaka viðskipti bankans við athafnamennina Robert Tchenguiz og Mike Ashley.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×