Innlent

Ráðleggur Bretum að sækja Ísland heim

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bláa lónið er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mynd/ HARI.
Bláa lónið er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mynd/ HARI.
Ísland er nafli alheimsins. Landið er merkjanlegasta áminning um upphaf heimsins. Það er upphaf og afhjúpun sameinuð. Landið er tómt, skrýtið og stundum leiðinlegt. En allir ættu að koma hingað einu sinni. Þetta segir Janice Turner dálkahöfundur í grein sem birtist á forsíðu Timesonline í dag.

Turner segir að þótt Ísland spúi ösku sé landið svalt. Hún hafi verið reiðubúin til þess að afskrifa landið en álfar, heitir hverir og frumstætt landslagið hafi breytt skoðunum hennar.

Turner segist alltaf hafa elskað skrýtin lönd. Á Íslandi hafi fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann verið kosinn. Hér á landi trúi einn af hverjum fjórum íbúum á álfa. Þá sé söngkonan Björk frá Íslandi, en hún hafi mætt á Óskarsverðlaunaafhendingu, klædd eins og svanur.

Turner segir að allt hafi verið mjög dýrt á Íslandi en eftir bankahrunið hafi gengið jafnframt hrunið og vörur og þjónusta hafi verið á viðráðanlegu verði eftir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×