Innlent

Ætla að borga ofurstyrki á sjö árum

Breki Logason skrifar

Tug milljóna styrkir FL Group og Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn, sem voru í umræðunni fyrir rúmu ári, komu til umræðu á Alþingi í morgun, þegar þingmenn hreyttu ónotum hver í annan vegna meintra lyga og spillingar.

Það var Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna sem opnaði óundirbúnar fyrirspurnir á þingi í morgun með því að ræða styrki FL-Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins.

Þá spurði Björn Valur Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins nokkurra spurninga, meðal annars hve mikið hefði verið endurgreitt og hvenær menn áætli að styrkirnir verði endurgreiddir að fullu.

Bjarni sagði að styrkirnir yrðu endurgreiddir á næstu sjö árum og að ein greiðsla hefði þegar verið innt af hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×