Fjármálaráðherra líst vel á bankaskatt 23. júní 2010 06:30 Ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Þýskalands tilkynntu í gær að þær ætli að leggja sérstakan skatt á bankastofnanir. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir hug sinn standa til þess að það verði skoðað hér á landi. Mynd/Valgarður Gíslason „Ég held að þetta sé að mörgu leyti rétt hugsun og mér fellur hún vel. Að til viðbótar innlánstryggingakerfi sem á að fjármagna sig sjálft með iðgjöldum innlánsstofnana, sé lagt í einhvern stöðugleikasjóð. Þannig er kerfið sjálft látið bera hluta kostnaðarins sem áföll í fjármálakerfinu hafa þegar valdið. Þannig að þetta verður örugglega skoðað hér, allavega stendur minn hugur til þess," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, spurður um hugmyndir sem settar hafa verið fram um sértækan tekjuskatt á banka. Ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Þýskalands tilkynntu sameiginlega í gær að þær ætli að leggja slíkan skatt á bankastofnanir til að vernda skattgreiðendur frá þeim kostnaði sem fylgir fjármálakreppum. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram hugmyndir um sérstakan bankaskatt í ræðustól Alþingis hinn 10. júní síðastliðinn en þær vöktu töluverða athygli. „Við núverandi stöðu ríkisfjármála finnst mér að þeir sem séu mest aflögufærir eigi að leggja meira til. Þannig hef ég nálgast umræðuna hvað varðar skattlagningu einstaklinga og fjármagnstekjuskatt og mér finnst það sama eiga að gilda um fyrirtæki. Hin röksemdin er sú að ég tel að stór hluti af þeim vandamálum sem við eigum að glíma við í dag megi rekja til bankastarfsemi og þess vegna tel ég auðvelt að færa rök fyrir því að þeir eigi að leggja sérstaklega inn í endurreisnina," sagði Magnús Orri í samtali við Fréttablaðið og bætti því við að hugmyndir sínar hefðu fallið í góðan jarðveg innan þingflokks Samfylkingarinnar. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins vinnur um þessar mundir að tillögum í skattamálum. Starfshópnum er ætlað að skila áfangaskýrslu eigi síðar en 15. júlí. Steingrímur J. Sigfússon segir öruggt að starfshópurinn muni fara yfir þessa hugmynd eins og aðrar. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
„Ég held að þetta sé að mörgu leyti rétt hugsun og mér fellur hún vel. Að til viðbótar innlánstryggingakerfi sem á að fjármagna sig sjálft með iðgjöldum innlánsstofnana, sé lagt í einhvern stöðugleikasjóð. Þannig er kerfið sjálft látið bera hluta kostnaðarins sem áföll í fjármálakerfinu hafa þegar valdið. Þannig að þetta verður örugglega skoðað hér, allavega stendur minn hugur til þess," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, spurður um hugmyndir sem settar hafa verið fram um sértækan tekjuskatt á banka. Ríkisstjórnir Bretlands, Frakklands og Þýskalands tilkynntu sameiginlega í gær að þær ætli að leggja slíkan skatt á bankastofnanir til að vernda skattgreiðendur frá þeim kostnaði sem fylgir fjármálakreppum. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram hugmyndir um sérstakan bankaskatt í ræðustól Alþingis hinn 10. júní síðastliðinn en þær vöktu töluverða athygli. „Við núverandi stöðu ríkisfjármála finnst mér að þeir sem séu mest aflögufærir eigi að leggja meira til. Þannig hef ég nálgast umræðuna hvað varðar skattlagningu einstaklinga og fjármagnstekjuskatt og mér finnst það sama eiga að gilda um fyrirtæki. Hin röksemdin er sú að ég tel að stór hluti af þeim vandamálum sem við eigum að glíma við í dag megi rekja til bankastarfsemi og þess vegna tel ég auðvelt að færa rök fyrir því að þeir eigi að leggja sérstaklega inn í endurreisnina," sagði Magnús Orri í samtali við Fréttablaðið og bætti því við að hugmyndir sínar hefðu fallið í góðan jarðveg innan þingflokks Samfylkingarinnar. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins vinnur um þessar mundir að tillögum í skattamálum. Starfshópnum er ætlað að skila áfangaskýrslu eigi síðar en 15. júlí. Steingrímur J. Sigfússon segir öruggt að starfshópurinn muni fara yfir þessa hugmynd eins og aðrar. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira