Aðstandendur Böðvars Kvarans krefja tvo menn um 33 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa annarsvegar stolið nálægt 300 fornbókum út dánarbúi hans og að hafa tekið við þýfinu.
Það er Hjörleifur B. kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sem lagði fram kröfuna fyrir hönd bræðra sinna.
Böðvar Ingvi Jakobsson hefur verið ákærður fyrir að stela bókunum. Aftur á móti hefur Ari Gísli Bragason, sonur Braga Kristjónssonar fornbókasala, verið ákærður fyrir að taka við bókunum vitandi vits að um þýfi væri að ræða og þar með hafi hann gerst sekur um hylmingu.
Málið vakti talsverða athygli í janúar 2008 en þá sagði Hjörleifur í viðtali við dagblaðið 24 stundir, að Ari, sem er sonur Braga Kristjónssonar fornbókasala, væri samsekur í málinu. Ari kom þá í viðtal á Stöð 2 þar sem hann hótaði að fara í meiðyrðamál vegna ásakanna Hjörleifs.
Ari sagðist hafi keypt bækur úr safninu í góðri trú af einstaklingi sem hafi boðið þær til sölu. Bókunum hafi hins vegar verið skilað þegar upp komst að um þýfi væri að ræða. Hann sagði ásakanir Hjörleifs vera úr lausu lofti gripnar.