Innlent

Um tvö hundruð blóðgjafar brugðust við ákalli bankans

Enn vantar O mínus blóð.
Enn vantar O mínus blóð. Mynd/Teitur Jónasson
Um tvö hundruð blóðgjafar brugðust við ákalli Blóðbankans um að gefa blóð í gær og á mánudaginn. Enn vantar þó O mínus blóð. Að öðru leyti er staðan orðin góð.

Blóðbankinn leitaði til fjölmiðla á mánudaginn eftir aðstoð við að ná til blóðgjafa. En þá voru birgðir af blóði í O flokki var í lágmarki og sérlega vantaði O mínus. Tvö ár eru síðan að Blóðbankinn varð að leita til fjölmiðla vegna bágrar lagerstöðu.

Sigríður Ósk Lárusdóttir deildarstjóri Blóðbankans segir að blóðgjafar hafi brugðist vel við. „Á mánudaginn komu 93 blóðgjafar í hús og 100 í gær."

Bankanum vantar þó enn meira blóð í flokki O mínus. „Ég hvet nýja bjóðgjafa til að koma í næstu viku og á næstu vikum því við þurfum alltaf að endurnýja hópinn okkar," segir Sigríður Ósk.

Vegna sparnaðaraðgerða verður blóðbankabíllinn ekki á ferðinni fyrr en í lok ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×