Innlent

Ánægð með tilmæli talsmanns neytenda

Samtökin lýsa yfir ánægju með tilmæli talsmanns neytenda til fjármálafyrirtækja
Samtökin lýsa yfir ánægju með tilmæli talsmanns neytenda til fjármálafyrirtækja Mynd/Pjetur
Hagsmunasamtök heimilanna lýsa yfir ánægju með tilmæli talsmanns neytenda til fjármálafyrirtækja um að lægri föst krónutala verði innheimt til bráðabirgða af lánum sem vafi leikur á hvort falli undir fordæmisáhrif nýlegra gengisdóma Hæstaréttar.

Í tilkynningu sem Hagsmunasamtökin sendu frá sér í gærkvöldi segjast þau telja að í tilmælum talsmanns neytenda séu neytendur látnir njóta vafans um útkomu í fordæmisgefandi dómsmálum sem síðar muni falla dómar í. Sú aðferð sem lögð sé til í tilmælunum, einfaldi allan útreikning greiðslna og komi því um leið í veg fyrir ágreining lántaka og lánveitenda um þessa útreikninga. Hvetja þau öll fjármálafyrirtæki til að fallast á þessi tilmæli talsmanns neytenda.




Tengdar fréttir

Talsmaður neytenda sendi skuldurum skilaboð

Talsmaður neytenda hefur sent bönkum og bílalánafyrirtækjum landsins tilmæli um að fólk og fyrirtæki með gengistryggð lán greiði aðeins fasta krónutölu af hverri milljón - þar til Hæstiréttur sker úr um vaxtakjör hinna ólöglegu lána. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tekur vel í tilmælin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×