Viðskipti innlent

Misvísandi mælingar á skuldatryggingaálagi Íslands

Fyrir utan misvísandi mælingu hefur bilið á milli Markit og CMA sjaldan verið meira eða 58 punktar en yfirleitt eru þessar mælingar á svipuðum slóðum.
Fyrir utan misvísandi mælingu hefur bilið á milli Markit og CMA sjaldan verið meira eða 58 punktar en yfirleitt eru þessar mælingar á svipuðum slóðum.

Þær tvær gagnaveitur sem mæla skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands gefa misvísandi upplýsingar um mat markaðarins á stöðu landsins. Önnur segir álagið fara lækkandi en hin segir það fara hækkandi.

Samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni stendur álagið á ríkissjóði í dag í 346 punktum og hefur lækkað um 3 punkta frá síðustu mælingu fyrir helgina. Hjá CMA er álagið skráð í 404 punktum og hefur hækkað um 29 punkta frá því í gærdag þegar það stóð í 375 punktum.

Fyrir utan misvísandi mælingu hefur bilið á milli Markit og CMA sjaldan verið meira eða 58 punktar en yfirleitt eru þessar mælingar á svipuðum slóðum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×