Erlent

Allir námumennirnir lausir úr prísund sinni

Verkstjórinn Luiz Urzua var síðastur upp á yfirborðið.
Verkstjórinn Luiz Urzua var síðastur upp á yfirborðið.

Fagnað var um gjörvallt Chile þegar síðasti námumaðurinn var hífður upp úr prísundinni þar sem 33 verkamenn hafa mátt dúsa síðustu 69 daga. Síðastur upp, rétt fyrir klukkan eitt í nótt, var verkstjórinn Luis Urzua, 54 ára og tók forseti Chile Sebastian Pinera á móti honum.

Björgunaraðgerðin tók í allt 22 tíma, mun skemmri stund en búist hafði verið við. Flestir eru mennirnir við góða heilsu, þó eru nokkrir með tannpínu og einn með væga lungnabólgu.

Eftir að verkstjórinn hafði verið hífður upp var náð í sex björgunarmenn sem farið höfðu niður í námuna til þess að aðstoða verkamennina. Sá síðasti þeirra kom upp tveimur og hálfum tíma á eftir verkstjóranum og þá lauk þessu björgunarafreki sem vakið hefur athygli um alla heimsbyggðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×