Miklar verðhækkanir á brauði framundan 6. ágúst 2010 07:56 Hinar miklu verðhækkanir á hveiti undanfarnar vikur mun leiða til þess að matvælaverð hækkar töluvert á seinni hluta ársins. Fjallað er um málið á CNN Money þar sem birtir eru útreikningar á verðhækkunum á algengum matvælum eins og brauði og pizzum þar sem hveiti er uppistaðan. Venjulegur franskbrauðshleifur sem kostar nú rúmlega 300 krónur út úr bakaríi eða búð mun hækka um 25% til 30% í verði og kosta nær 400 krónur á seinnihluta ársins. Verð á venjulegri pizzu mun hækka að minnsta kosti um 10%. Algengt verð á pizzu er um 1.400 krónur og hækkar hún því í nær 1.550 krónur. Útreikingar CNN byggja á núverandi verði á hveiti en allir búast við frekari verðhækkunum fram á haustið. Fyrir utan beinar hækkanir á matvörum sem byggja á hveiti verður um einnig hækkanir á mat- og drykkjarvörum sem byggja á öðrum korntegundum því þær munu einnig hækka í verði. Þannig hafa danskir fjölmiðlar greint frá því að verð á dönsku öli muni hækka í haust vegna verðþróunnar á hveitimörkuðunum. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinar miklu verðhækkanir á hveiti undanfarnar vikur mun leiða til þess að matvælaverð hækkar töluvert á seinni hluta ársins. Fjallað er um málið á CNN Money þar sem birtir eru útreikningar á verðhækkunum á algengum matvælum eins og brauði og pizzum þar sem hveiti er uppistaðan. Venjulegur franskbrauðshleifur sem kostar nú rúmlega 300 krónur út úr bakaríi eða búð mun hækka um 25% til 30% í verði og kosta nær 400 krónur á seinnihluta ársins. Verð á venjulegri pizzu mun hækka að minnsta kosti um 10%. Algengt verð á pizzu er um 1.400 krónur og hækkar hún því í nær 1.550 krónur. Útreikingar CNN byggja á núverandi verði á hveiti en allir búast við frekari verðhækkunum fram á haustið. Fyrir utan beinar hækkanir á matvörum sem byggja á hveiti verður um einnig hækkanir á mat- og drykkjarvörum sem byggja á öðrum korntegundum því þær munu einnig hækka í verði. Þannig hafa danskir fjölmiðlar greint frá því að verð á dönsku öli muni hækka í haust vegna verðþróunnar á hveitimörkuðunum.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira