Viðskipti innlent

Bakkavör fékk heimild til nauðasamings

Bakkavör Group hf. hefur verið veitt heimild til að leita nauðasamnings við kröfuhafa sína í samræmi við fyrri tilkynningu félagsins frá því í gærdag til kauphallarinnar.

Í tilkynningu segir að kröfuhafar sem hafa yfir um 80% af skuldum félagsins að ráða hafa mælt með nauðasamningi. Beiðnin um nauðasamning var sett fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Brynjar Níelsson hefur verið skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×