Innlent

Brúðkaupsæði í Svíþjóð

Með bros á vör.
Með bros á vör.
Viktoría krónprisessa Svíþjóðar og fyrrum einkaþjálfari hennar ganga í það heilaga síðar í dag. Hálfgert brúðkaupsæði hefur gripið um sig í Svíþjóð; undanfarnar tvær vikur hefur verið eins konar ástarþema í Stokkhólmi og minjagripabúðir eru troðnar út af myndum af brúðhjónunum. Brúðkaupsdagskráin náði hápunkti í gær með hátíðartónleikum í tónlistarhúsi Stokkhólms. Lokaatriði tónleikanna var barnakór sem söng til þeirra Daniels og Viktoríu, en söngurinn var svo hjartanlegur að bæði Viktoría og Silvía drottning felldu tár af gleði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×