Sjálfstæði þjóðkirkjunnar fer vaxandi 12. nóvember 2010 06:00 Sjálfstæði þjóðkirkjunnar hefur farið vaxandi síðasta hálfan annan áratug, sem sést á ýmsan hátt í starfi kirkjunnar og stjórnun hennar. Það er einna skýrast í stöðu kirkjuþings gagnvart stofnunum ríkisins. Stærsta skref í átt til aukins sjálfstæðis var án efa rammalöggjöf Alþingis um stöðu og starfshætti hennar árið 1998. Með þeim lögum minnkuðu afskipti Alþingis til muna og hefur það reynst farsælt fyrir ríki, kirkju og þjóð. Haldið hefur verið áfram á þessari braut og hafa seinni breytingar leitt til enn aukins sjálfstæðis þjóðkirkjunnar. Einnig hafa verið lögfestir samningar milli ríkis og kirkju sem byggja á eignum og réttindum. Kirkjan er sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu, en í miklum tengslum við þjóðina. Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum kirkjunnar. Það er að meirihluta skipað leikmönnum úr kirkjulegu starfi. Vægi þess hefur aukist mikið síðustu ár. Þingið hefst 13. nóvember og þar koma saman 29 kjörnir fulltrúar úr níu kjördæmum til að taka mikilvægar ákvarðanir um starf og starfshætti, fjármál og eignamál og um stefnumörkun fyrir kirkjuna og þjónustu hennar. Þingið á sér fyrirmynd í löggjafarsamkomu landsins og hefur vald til að setja allri starfsemi kirkjunnar starfsreglur. Það hefur endanlegt áhrifavald með samþykktum sínum. Þegar þingið ræður málum til lykta, sem ekki eru ákvörðuð með starfsreglum, er það oftast með þingsályktunum eða öðrum samþykktum. Yfirleitt felur kirkjuþing kirkjuráði að framkvæma það sem felst í þingsályktunum en einnig getur þingið ákveðið að skipa nefnd eða starfshóp til að annast ákveðin mál. Dæmi um þetta má sjá í skipan þjóðmálanefndar kirkjunnar, sem heyrir beint undir kirkjuþing og er ráðgefandi nefnd. Annað dæmi er væntanleg rannsóknarnefnd um viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur fyrrverandi biskupi Íslands. Slíkar nefndir eru eins óháðar kirkjustjórninni og hugsast getur og felst í þessari skipan að þær skila niðurstöðu sinni eða áliti til kirkjuþings en ekki til stjórnar þjóðkirkjunnar, þ.e. kirkjuráðs, eða biskups Íslands. Þessi dæmi sýna að kirkjan leitast við að festa sjálfstæði sitt í sessi með því að ráða málum til lykta með lýðræðislegum og skipulögðum starfsháttum sínum í samræmi við lög og reglu í landinu. Starfsreglum kirkjuþings er best lýst með því að þær hafa gildi fyrir alla sem starfa innan kirkjunnar. Stofnunum kirkjunnar, embættum og starfsfólki er því skylt að fara eftir þeim. Vegna þess að ákvörðunarvald kirkjuþings er afgerandi er nauðsynlegt að kirkjuþingsmál hljóti ákveðna þinglega meðferð og ítarlega umræðu. Málum er ráðið þannig til lykta að þau fara oftast í gegnum fyrri umræðu og þarf þingið að samþykkja hvort þau fari til nefndar og síðari umræðu. Þingið starfar því annars vegar á þingfundum og hins vegar í þremur nefndum, allsherjarnefnd, löggjafarnefnd og fjárhagsnefnd. Viðkomandi nefnd leggur málið síðan fram með breytingum til seinni umræðu og þar með hlýtur það afgreiðslu ef það er ekki fellt eða dregið til baka. Nokkur mikilvæg mál liggja fyrir kirkjuþingi 2010, sem hefst á laugardag. Fyrsta málið er lagt fram af forsætisnefnd, sem eingöngu er skipuð leikmönnum. Það varðar rannsóknarnefndina, sem áður er getið, og er það án efa bæði tímamótaverk og mikið réttlætismál. Meðal annarra mikilvægra mála er frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum sem gengur enn lengra í átt til sjálfstæðis kirkjunnar. Einnig mál er varðar heildarstefnu í grunnþjónustu kirkjunnar um allt land og aukið samstarf. Fjöldi mála snýst um breytingar á fyrri starfsreglum og stefnumörkun kirkjunnar, s.s. í jafnréttismálum og meðferð kynferðisbrota, innri samþykktum kirkjunnar, skipulagi prófastsdæma og samstarfssvæða. Að þessu sinni eru óvenju mörg mál á málaskrá en auk þess má búast við krefjandi vinnu í þeim málum sem lúta að niðurskurði í samræmi við kröfur ríkisvaldsins og erfiðar aðstæður í peningamálum þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæði þjóðkirkjunnar hefur farið vaxandi síðasta hálfan annan áratug, sem sést á ýmsan hátt í starfi kirkjunnar og stjórnun hennar. Það er einna skýrast í stöðu kirkjuþings gagnvart stofnunum ríkisins. Stærsta skref í átt til aukins sjálfstæðis var án efa rammalöggjöf Alþingis um stöðu og starfshætti hennar árið 1998. Með þeim lögum minnkuðu afskipti Alþingis til muna og hefur það reynst farsælt fyrir ríki, kirkju og þjóð. Haldið hefur verið áfram á þessari braut og hafa seinni breytingar leitt til enn aukins sjálfstæðis þjóðkirkjunnar. Einnig hafa verið lögfestir samningar milli ríkis og kirkju sem byggja á eignum og réttindum. Kirkjan er sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu, en í miklum tengslum við þjóðina. Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum kirkjunnar. Það er að meirihluta skipað leikmönnum úr kirkjulegu starfi. Vægi þess hefur aukist mikið síðustu ár. Þingið hefst 13. nóvember og þar koma saman 29 kjörnir fulltrúar úr níu kjördæmum til að taka mikilvægar ákvarðanir um starf og starfshætti, fjármál og eignamál og um stefnumörkun fyrir kirkjuna og þjónustu hennar. Þingið á sér fyrirmynd í löggjafarsamkomu landsins og hefur vald til að setja allri starfsemi kirkjunnar starfsreglur. Það hefur endanlegt áhrifavald með samþykktum sínum. Þegar þingið ræður málum til lykta, sem ekki eru ákvörðuð með starfsreglum, er það oftast með þingsályktunum eða öðrum samþykktum. Yfirleitt felur kirkjuþing kirkjuráði að framkvæma það sem felst í þingsályktunum en einnig getur þingið ákveðið að skipa nefnd eða starfshóp til að annast ákveðin mál. Dæmi um þetta má sjá í skipan þjóðmálanefndar kirkjunnar, sem heyrir beint undir kirkjuþing og er ráðgefandi nefnd. Annað dæmi er væntanleg rannsóknarnefnd um viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur fyrrverandi biskupi Íslands. Slíkar nefndir eru eins óháðar kirkjustjórninni og hugsast getur og felst í þessari skipan að þær skila niðurstöðu sinni eða áliti til kirkjuþings en ekki til stjórnar þjóðkirkjunnar, þ.e. kirkjuráðs, eða biskups Íslands. Þessi dæmi sýna að kirkjan leitast við að festa sjálfstæði sitt í sessi með því að ráða málum til lykta með lýðræðislegum og skipulögðum starfsháttum sínum í samræmi við lög og reglu í landinu. Starfsreglum kirkjuþings er best lýst með því að þær hafa gildi fyrir alla sem starfa innan kirkjunnar. Stofnunum kirkjunnar, embættum og starfsfólki er því skylt að fara eftir þeim. Vegna þess að ákvörðunarvald kirkjuþings er afgerandi er nauðsynlegt að kirkjuþingsmál hljóti ákveðna þinglega meðferð og ítarlega umræðu. Málum er ráðið þannig til lykta að þau fara oftast í gegnum fyrri umræðu og þarf þingið að samþykkja hvort þau fari til nefndar og síðari umræðu. Þingið starfar því annars vegar á þingfundum og hins vegar í þremur nefndum, allsherjarnefnd, löggjafarnefnd og fjárhagsnefnd. Viðkomandi nefnd leggur málið síðan fram með breytingum til seinni umræðu og þar með hlýtur það afgreiðslu ef það er ekki fellt eða dregið til baka. Nokkur mikilvæg mál liggja fyrir kirkjuþingi 2010, sem hefst á laugardag. Fyrsta málið er lagt fram af forsætisnefnd, sem eingöngu er skipuð leikmönnum. Það varðar rannsóknarnefndina, sem áður er getið, og er það án efa bæði tímamótaverk og mikið réttlætismál. Meðal annarra mikilvægra mála er frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum sem gengur enn lengra í átt til sjálfstæðis kirkjunnar. Einnig mál er varðar heildarstefnu í grunnþjónustu kirkjunnar um allt land og aukið samstarf. Fjöldi mála snýst um breytingar á fyrri starfsreglum og stefnumörkun kirkjunnar, s.s. í jafnréttismálum og meðferð kynferðisbrota, innri samþykktum kirkjunnar, skipulagi prófastsdæma og samstarfssvæða. Að þessu sinni eru óvenju mörg mál á málaskrá en auk þess má búast við krefjandi vinnu í þeim málum sem lúta að niðurskurði í samræmi við kröfur ríkisvaldsins og erfiðar aðstæður í peningamálum þjóðarinnar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun