Erlent

Saudi-Arabía í kvennabaráttuna

Óli Tynes skrifar
Jibbí.
Jibbí.

Saudi-Arabía er meðal 40 þjóða sem eiga sæti í nýstofnuðu jafnréttisráði Sameinuðu-þjóðanna. Eins og nafnið ber með sér er hlutverk þess að jafna stöðu karla og kvenna í heiminum. Íran sóttist einnig eftir sæti í ráðinu en fékk ekki, aðallega fyrir harða andstöðu Bandaríkjanna.

Noregur á þarna einnig sæti og blaðamaður norska blaðsins Aftenposten spyr sendiherra Sameinuðu þjóðanna hvort aðild Saudi-Arabíu sé ekki dálítið skrýtin. Sendiherrann svarar því til að Saudi-Arabar hafi lagt fé til stofnunar ráðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×