Eitt af þjóðarstoltum Dana, kvikmyndastjarnan Mads Mikkelsen, sést þessa dagana ber að ofan í sundskýlu á hitabletisströnd í auglýsingu fyrir ferðaskrifstofuna Star Tour.
Ástæðan fyrir þessu sundskýlubrölti Mikkelsen er sú, að þótt hann sé einn af best launuðu leikurunum í Danmörku, er farið að léttast verulega í pyngjunni hjá honum þessa dagana. Eigið féð í eignarhaldsfélagi hans hefur því þurrkast upp. Að sögn danska viðskiptavefjarins epn.dk er það vegna þess að Mikkelsen hefur síðustu ár ekki leikið í einni einustu auglýsingu.
Sjálfur hefur Mikkelsen litlar áhyggjur. Hann ætlar að halda áfram að leika í auglýsingum og rétta þannig stöðuna af.
Auglýsinguna má sjá hér.