Erlent

Medvedev hughreystir Obama

Óli Tynes skrifar
Vel fór á með Obama og Medvedev þegar Rússinn heimsótti Washington nokkrum dögum fyrir handtökurnar.
Vel fór á með Obama og Medvedev þegar Rússinn heimsótti Washington nokkrum dögum fyrir handtökurnar. Mynd/AP

Dmitry Medvedev forseti Rússlands hefur fullvissað Barack Obama um að handtaka ellefu Rússa fyrir njósnir muni ekki hafa neikvæð áhrif á samband ríkjanna.

Medvedev gat þessa í bréfi sem hann skrifaði hinum bandaríska starfsbróður sínum í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí.

Bandaríkjamönnum virðist einnig um að þetta mál fari sem lægst. Ellefumenningarnir hafa ekki verið ákærðir fyrir beinar njósnir heldur fyrir að ganga erinda erlends ríkis án þess að vera til þess formlega skráðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×