Innlent

23 létust í rútuslysi á Indlandi

MYND/AP
Að minnsta kosti 23 létust á Indlandi í dag þegar langferðabifreið ók á fullri ferð framan á vörubíl í austurhluta landsins. Að sögn lögreglustjórans á svæðinu eru 25 einnig alvarlega slasaðir en lögregla segir í samtali við CNN að ökumanni rútunnar sé um að kenna. Hann hafi ekið allt of ógætilega.

Banaslys í umferðinni eru tíð á Indlandi og árið 208 létust 138 þúsund manns á þjóðvegum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×