Handbolti

Bielecki með ellefu fyrir Löwen og Ólafur eitt

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson.
Karol Bielecki skoraði ellefu mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen á öðru auganu í sigri þess á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Bielecki er blindur á öðru auga.

Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark en Róbert Gunnarsson ekkert.

Lars Kaufmann skoraði átta mörk fyrir Göppingen.

Guðjón Valur Sigurðsson er enn meiddur og lék því ekki með Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×