Leiðtogar ESB samþykkja harðari evru-reglur 29. október 2010 08:01 Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komið sér saman um að setja harðar reglur sem miða að því að styrkja evrusvæðið og minnka líkurnar á frekari fjármálakreppum. Leiðtogarnir sitja nú á fundi og í gær komu þeir sér saman um að setja upp neyðarsjóð sem ætlað er að styðja við evruna á erfiðum tímum. Þá hyggjast þeir setja lög sem gera Evrópusambandinu kleift að fylgjast náið með efnahagi aðildarlandanna og grípa inn í ef í óefni stefnir. Að sögn embættismanna sambandsins lá við algjöru hruni á evrusvæðinu fyrr á þessu ári vegna þess að reglur af þessu tagi hafi vantað. Á sama fundi tókst David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins að koma í veg fyrir tæplega sex prósenta hækkun á framlögum þjóðanna til sambandsins og naut hann stuðnings Frakka og Þjóðverja í þeirri baráttu. Niðurstaðan var sú að hækkunin mun nema 2.9 prósentum. Fréttaritari BBC á fundinum sem haldinn er í Brussel, segir að með nýju reglunum verði hægt að þvinga lönd sem aðild eigi að evrunni til þess að taka til í eigin ranni löngu áður en vandræði viðkomandi lands verði að vandamáli alls svæðisins. Hermann Van Rompoy, forseti Evrópuráðsins fagnaði tillögunum og segir að mikilvæg skref hafi verið tekin til þess að styrkja evruna og aðildarlönd hennar. Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komið sér saman um að setja harðar reglur sem miða að því að styrkja evrusvæðið og minnka líkurnar á frekari fjármálakreppum. Leiðtogarnir sitja nú á fundi og í gær komu þeir sér saman um að setja upp neyðarsjóð sem ætlað er að styðja við evruna á erfiðum tímum. Þá hyggjast þeir setja lög sem gera Evrópusambandinu kleift að fylgjast náið með efnahagi aðildarlandanna og grípa inn í ef í óefni stefnir. Að sögn embættismanna sambandsins lá við algjöru hruni á evrusvæðinu fyrr á þessu ári vegna þess að reglur af þessu tagi hafi vantað. Á sama fundi tókst David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins að koma í veg fyrir tæplega sex prósenta hækkun á framlögum þjóðanna til sambandsins og naut hann stuðnings Frakka og Þjóðverja í þeirri baráttu. Niðurstaðan var sú að hækkunin mun nema 2.9 prósentum. Fréttaritari BBC á fundinum sem haldinn er í Brussel, segir að með nýju reglunum verði hægt að þvinga lönd sem aðild eigi að evrunni til þess að taka til í eigin ranni löngu áður en vandræði viðkomandi lands verði að vandamáli alls svæðisins. Hermann Van Rompoy, forseti Evrópuráðsins fagnaði tillögunum og segir að mikilvæg skref hafi verið tekin til þess að styrkja evruna og aðildarlönd hennar.
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira