Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka á Aftureldingu Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2010 21:10 Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira
Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira