Viðskipti innlent

Óþekktur starfsmaður með hæstu launakröfuna

Hæsta launakrafan í þrotabú Kaupþings nemur rúmum sjö hundruð og sextíu milljónum en hún kemur frá manni sem var ráðinn til að sjá um starfsemi Kaupþings í Japan, sem aldrei varð af.

Krafan í þrotabúið nemur 764 milljónum króna og kemur hún frá manni að nafni Charles Martin. Hann var ráðinn til að sjá um starfsemi Kaupþings í Japan, en bankinn hugðist opna útibú í Tókýó. Aldrei varð af því. Kröfunni hefur verið hafnað samkvæmt kröfulýsingaskrá.

Alls var fjörutíu og tveimur launakröfum lýst í þrotabúið, en þær nema samtals 1,6 milljarði. Afstaða hefur verið tekin til þeirra allra og var 41 kröfu hafnað algerlega eða að svo stöddu. Ein krafa var samþykkt með breytingum en fjárhæð hennar mun vera óveruleg.


Tengdar fréttir

Þrotabú Baugs vill 30 milljarða í skaðabætur

Þrotabú Baugs gerir fimm kröfur í þrotabú Kaupþings banka. Krafa Baugs hljómar upp á 30,5 milljarða og er farið fram á upphæðina í skaðabætur, að því er fram kemur í kröfulýsingaskrá sem birt hefur verið á netinu. Kröfur í búið voru rúmlega 28 þúsund talsins og leggja sig samtals á rúmlega 7300 milljarða króna.

Deutsche Bank gerir nær 900 milljarða kröfur

Deutsche Bank er stærsti erlendi kröfuhafinn í þrotabú Kaupþing en kröfur hans nema nær 900 milljörðum kr. Eru þær því hátt í 15% af brúttókröfum í þrotabúið.

Kröfur í Kaupþing nema yfir 7.300 milljörðum

Heildarfjárhæð lýstra krafna í Kaupþing nam 7.316 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Heildarfjárhæð lýstra krafna er hærri en skuldir samkvæmt efnahagsreikningi miðað við 30. júní sl.

Sigurður vill 244 milljónir frá Kaupþingi

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gerir launakröfu upp á 244 milljónir króna í þrotabú fallna bankans. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, virðist ekki gera launakröfu í þrotabúið.

Kjalar með kröfu upp á 146 milljarða

Kjalar, fjárfestingafélag í eigu Ólafs Ólafssonar, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings banka, gerir kröfu í þrotabúið samkvæmt kröfulýsingaskrá sem birt hefur verið. Krafan eru upp á 146 milljarða íslenskra króna vegna gjaldmiðlaskiptasamninga.

Seðlabankinn með 356 milljarða kröfu í Kaupþing

Seðlabanki Íslands er með stærstu innlendu kröfuhöfunum í þrotabú Kaupþings en samtals nema kröfur hans rúmlega 356 milljörðum kr. Þar af er ein einstök krafa upp á 101 milljarða kr. vegna lánasamnings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×