Viðskipti innlent

Tortólasjóður með 317 milljarða kröfu í Kaupþing

Meðal stærstu erlendu kröfuhafanna í þrotabú Kaupþings er sjóður sem staðsettur er á Tortóla. Alls gerir sjóðurinn kröfur upp á 317 milljarða kr. í þrotabúið.

Sjóður Þessi ber nafnið Euro Investments Overseas inc. Ekki er að finna miklar upplýsingar um þennan sjóð á netinu utan að heimilisfang hans er á Tortóla.

Annars vekur athygli að tveir af þeim vogunarsjóðum sem eru stórir kröfuhafar í Glitni eru einnig kröfuhafar í Kaupþing. Þar á meðal er Burlington og York Capital.






Tengdar fréttir

Deutsche Bank gerir nær 900 milljarða kröfur

Deutsche Bank er stærsti erlendi kröfuhafinn í þrotabú Kaupþing en kröfur hans nema nær 900 milljörðum kr. Eru þær því hátt í 15% af brúttókröfum í þrotabúið.

Seðlabankinn með 356 milljarða kröfu í Kaupþing

Seðlabanki Íslands er með stærstu innlendu kröfuhöfunum í þrotabú Kaupþings en samtals nema kröfur hans rúmlega 356 milljörðum kr. Þar af er ein einstök krafa upp á 101 milljarða kr. vegna lánasamnings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×