Innlent

Afhentu Rauða krossinum milljón í styrk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fulltrúar Fræðagarðs, félags háskólamanna, afhentu í dag Rauða krossi Íslands einnar milljón króna styrk til verkefnisins Félagsvinir atvinnuleitenda. Við afhendinguna sagði Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs, að verkefni Rauða krossins bjóði upp á kost sem ekki er annarsstaðar í boði fyrir atvinnuleitendur, og því hafi félagið samþykkt á fundi stjórnar nú í maí að styrkja verkefnið.

„Það er okkar trú að þessi valkostur geti reynst verulega uppbyggjandi fyrir marga einstaklinga í erfiðleikum," sagði Bragi. Verkefnið hefur það markmið að virkja og styrkja atvinnuleitendur í starfsleit sinni. Það er meðal annars gert með því að auka aðgengi þeirra að upplýsingum um öll þau úrræði sem eru í boði fyrir atvinnuleitendur, segir í tilkynningu frá Rauða krossinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×