Hæstiréttur hafnaði skattasnúningum Glitnis 29. janúar 2010 15:30 Glitnir reyndi að spara sér nokkur hundruð milljónir í skatta. Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum Glitnis, en bankinn taldi að ríkisskattstjóri hefði með ólögmætum hætti úrskurðað um álagningu tekjuskattsálags vegna vantalinna tekna Framtaks Fjárfestingarbanka. Glitnir reyndi að spara sér nokkuð hundruð milljónir króna í skattgreiðslur með því að nýta yfirfæranlegt rekstrartap Framtaks til frádráttar skattskyldum tekjum sínum. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað sjónarmiðum Glitnis í úrskurði sem bankinn reyndi síðan að hnekkja fyrir dómstólum. Forsaga málsins er að Glitnir, sem þá starfaði undir nafni Íslandsbanka, keypti Framtak Fjárfestingarbanka af Straumi Burðarási hinn 3. desember 2003. Í kjölfarið var gerð samrunaáætlun milli Glitnis og Framtaks og átti Glitnir að taka við öllum skuldbindingum Framtaks. Glitnir lagði til grundvallar að allar eignir og skuldir Framtaks hefðu færst til Glitnis á svokölluðu bókfærðu veðri og hefði hann jafnframt nýtt yfirfæranlegt rekstrartap þess félags til frádráttar skattskyldum tekjum sínum. Í úrskurði ríkisskattstjóra frá 28. desember 2006 var þessum sjónarmiðum Glitnis hafnað og var miðað við að Framtak teldist hafa verið slitið án þess að um sameiningu við Glitni hefði verið að ræða. Af þeim sökum hefðu myndast hjá félaginu tekjur vegna söluhagnaðar á árinu 2004 sem svöruðu til mismunar á verðmæti eigna Framtaks kaupum Glitnis annars vega og skattalegu bókfærðu verði eignanna hins vegar, en frá þeirri fjárhæð kæmi til frádráttar yfirfæranlegt rekstrartap félagsins. Því var ákveðið að leggja 25 prósent á þær tekjur Framtaks sem ekki höfðu verið taldar fram. Þá var miðað við að yfirfæranlegt rekstrartap Framtaks kæmi að fullu til frádráttar við ákvörðun tekjuskatta Framtaks og gæti ekki flust yfir til Glitnis. Með þessu hækkaði tekjuskattstofn Glitnis auk þess sem ríkisskattstjóri ákvað að bæta 25 prósent álagi við álagða skatta. Með þessu hækkuðu skattar Glitnis um tæplega 590 milljónir króna sem bankinn greiddi með fyrirvara, en Glitnir höfðaði mál til að hnekkja úrskurði ríkisskattstjóra. Hæstiréttur hafnaði því að ríkisskattstjóri hefði ranglega beint meðferð máls um endurákvörðun tekjuskatts Framtaks að Glitni og að óheimilt hefði verið að leggja á Glitni tekjuskatt sem Framtak átti að greiða. Þá féllst Hæstiréttur ekki á að neinar gallar hefðu verið á málsmeðferð ríkisskattstjóra sem gætu valdið ógildingu úrskurðarins. Þótti sýnt fram á að Glitni hefði ákveðið að sameinast Framtaki áður en hann keypti alla hluti í félaginu gegn greiðslu. Af þessum sökum var ekki talið að fullnægt væri skilyrðum laga til að haga skattskilum Glitnis og Framtaks vegna tekna á árinu 2004 á annan veg en mælt var fyrir um í úrskurði ríkisskattstjóra. Íslenska ríkið var því sýknað af kröfum Glitnis. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum Glitnis, en bankinn taldi að ríkisskattstjóri hefði með ólögmætum hætti úrskurðað um álagningu tekjuskattsálags vegna vantalinna tekna Framtaks Fjárfestingarbanka. Glitnir reyndi að spara sér nokkuð hundruð milljónir króna í skattgreiðslur með því að nýta yfirfæranlegt rekstrartap Framtaks til frádráttar skattskyldum tekjum sínum. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað sjónarmiðum Glitnis í úrskurði sem bankinn reyndi síðan að hnekkja fyrir dómstólum. Forsaga málsins er að Glitnir, sem þá starfaði undir nafni Íslandsbanka, keypti Framtak Fjárfestingarbanka af Straumi Burðarási hinn 3. desember 2003. Í kjölfarið var gerð samrunaáætlun milli Glitnis og Framtaks og átti Glitnir að taka við öllum skuldbindingum Framtaks. Glitnir lagði til grundvallar að allar eignir og skuldir Framtaks hefðu færst til Glitnis á svokölluðu bókfærðu veðri og hefði hann jafnframt nýtt yfirfæranlegt rekstrartap þess félags til frádráttar skattskyldum tekjum sínum. Í úrskurði ríkisskattstjóra frá 28. desember 2006 var þessum sjónarmiðum Glitnis hafnað og var miðað við að Framtak teldist hafa verið slitið án þess að um sameiningu við Glitni hefði verið að ræða. Af þeim sökum hefðu myndast hjá félaginu tekjur vegna söluhagnaðar á árinu 2004 sem svöruðu til mismunar á verðmæti eigna Framtaks kaupum Glitnis annars vega og skattalegu bókfærðu verði eignanna hins vegar, en frá þeirri fjárhæð kæmi til frádráttar yfirfæranlegt rekstrartap félagsins. Því var ákveðið að leggja 25 prósent á þær tekjur Framtaks sem ekki höfðu verið taldar fram. Þá var miðað við að yfirfæranlegt rekstrartap Framtaks kæmi að fullu til frádráttar við ákvörðun tekjuskatta Framtaks og gæti ekki flust yfir til Glitnis. Með þessu hækkaði tekjuskattstofn Glitnis auk þess sem ríkisskattstjóri ákvað að bæta 25 prósent álagi við álagða skatta. Með þessu hækkuðu skattar Glitnis um tæplega 590 milljónir króna sem bankinn greiddi með fyrirvara, en Glitnir höfðaði mál til að hnekkja úrskurði ríkisskattstjóra. Hæstiréttur hafnaði því að ríkisskattstjóri hefði ranglega beint meðferð máls um endurákvörðun tekjuskatts Framtaks að Glitni og að óheimilt hefði verið að leggja á Glitni tekjuskatt sem Framtak átti að greiða. Þá féllst Hæstiréttur ekki á að neinar gallar hefðu verið á málsmeðferð ríkisskattstjóra sem gætu valdið ógildingu úrskurðarins. Þótti sýnt fram á að Glitni hefði ákveðið að sameinast Framtaki áður en hann keypti alla hluti í félaginu gegn greiðslu. Af þessum sökum var ekki talið að fullnægt væri skilyrðum laga til að haga skattskilum Glitnis og Framtaks vegna tekna á árinu 2004 á annan veg en mælt var fyrir um í úrskurði ríkisskattstjóra. Íslenska ríkið var því sýknað af kröfum Glitnis.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira