Innlent

VW Polo vann sparaksturskeppnina

Volkswagen Polo bar sigur úr býtum í sparaksturskeppni sem haldin var í dag. Formaður FÍB segir ökumenn geta sparað tugþúsundir með sparakstri. Keppnin er samstarfsverkefni FÍB og Atlantsolíu en henni er ætlað að efla vitund og þekkingu ökumanna fyrir sparakstri og umferðaröryggi. Að þessu sinni voru 15 bílar skráðir til leiks þeim var skipt niður í flokka eftir vélarstærð og gerð.

Markmiðið er að eyða eins litlu eldsneyti og mögulegt er á þeirra 140 kílómetra leið sem ekin var.

Það var dísel Volkswagen Polo sem bar sigur úr býtum en hann eyddi ekki nema 2,93 lítrum á hundraðið. Í öðru sæti varð sigurveari síðasta árs Skoda Octavia dísel bifreið sem eyddi 2, 95 á hundraðið.

Af bensínbílum stóðu IQ og Prius, báðir frá Toyota sig best og eyddu báðir undir fjórum lítrum á hundraðið. Formaður FÍB segir ökumenn geti dregið gríðarlega úr eldsneytiskostnaði með sparakstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×