Lífið

Eurovision alltaf verið hommahátíð

Páll Óskar Hjálmtýsson segir Eurovision hafa verið hommahátíð frá upphafi, ekkert eitt atriði eða viðburður hafi orðið til þess að hommar flykkjast á Eurovision, elta keppnina á röndum og haga sér svipað og boltabullur knattspyrnuliða þegar stóra stundin rennur upp.
Páll Óskar Hjálmtýsson segir Eurovision hafa verið hommahátíð frá upphafi, ekkert eitt atriði eða viðburður hafi orðið til þess að hommar flykkjast á Eurovision, elta keppnina á röndum og haga sér svipað og boltabullur knattspyrnuliða þegar stóra stundin rennur upp.

Lokatakturinn verður sleginn í Eurovision-lagakeppninni í kvöld þegar 25 þjóðir keppa um hylli Evrópubúa. Keppnin á sér dygga fylgis-menn sem fylgja henni hvert á land sem er. Og þeir eru nánast undantekningarlaust hommar.

Páll Óskar Hjálmtýsson, einn fremsti Eurovision-spekingur þjóðarinnar, segir engan einn atburð hafa orðið til þess að hommar hafi tekið ástfóstri við keppnina. „Hún hefur eiginlega alltaf verið homma-hátíð og er eiginlega í svipuðum flokki og gömlu söngva- og dansmyndirnar sem sýndar eru á TCM,“ útskýrir Páll. Hann bendir þó á að keppnin sem slík hafi ekki gert neitt til að bæta réttarstöðu samkynhneigðra í Evrópu, það sé kannski einna helst ef einhver keppandi sé opinberlega kominn út úr skápnum að keppnin skipti einhverjum sköpum fyrir baráttu þeirra.

Páll segir það ekkert launungarmál að keppnin sé mikil homma-hátíð. Þeir sem mæta á svæðið, ár eftir ár, séu hálfgerðar Euro-vision-bullur, rétt eins og áhang-endur knattspyrnuliða. „Þetta eru Eurovision-pílagrímar, þeir elta hana á röndum, eyða lífeyrinum sínum, fara á hverju ári og eru kannski með herbergi veggfóðrað af fánum og myndum af keppendum,“ segir Páll. Hann tekur þó fram að Eurovision sé ekki bara keppni fyrir homma. „Þetta er margþætt áhugamál. Ef þú hefur gaman af tónlist þá hefurðu nóg að gera því níutíu prósent af lögunum er drasl, fimm prósent eru gullmolar.

Áhugafólk um búningahönnum og hárgreiðslu frá helvíti fær líka eitthvað fyrir sig og svo eru það þeir sem geta hlegið upphátt að þjóðarrembingnum, stjórnmálum og rembingi eins og að Grikkir gefa Kýpur alltaf tólf stig.“

Páll segir einfaldast að flokka Eurovision sem menningarfyrir-bærið „camp“. Slíkt hafi alltaf átt upp á pallborðið hjá hommum enda hafi þeir alltaf fattað hvað byggi þar að baki.

„Þetta eru listamenn sem halda að þeir séu vinsælli en þeir hafa efni á eða stærri en þeirra eigið líf.“

freyrgigja@frettabladid.is


Tengdar fréttir

Eurovision: Íslenska hreinskilnin svínvirkar - myndband

„Ég er bara svo vel upp alin stúlka frá Íslandi," segir Hera Björk meðal annars í samtali okkar í gærdag á hótelinu sem íslenski Eurovisionhópurinn dvelur á í Osló. „Þetta er bara spurning um að vera maður sjálfur, vera hreinskilin og vera ekkert að reyna að búa til eitthvað annað viðmót en maður er alinn upp við," segir Hera.

Eurovision: Foreldrar og dóttir Heru - myndband

Fjölskylda Heru, dóttir hennar, Þórdís Petra Ólafsdóttir, 12 ára, og foreldrar, Hjördís Geirsdóttir og Þórhallur Geirsson, senda hlýjar kveðjur til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.