Sport

Aðalheiður með tvenn gullverðlaun í Stokkhólmi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Efri röð frá vinstri; Andri Sveinsson Landsliðsþjálfari í Kumite, Arnór Ingi Sigurðsson, Kristján Ó. Davíðsson, Kristján Helgi Carrasco, Ragnar Eyþórsson, Ásmundur Ísak Jónsson Landsliðsþjálfari í Kata. Í neðri röð frá vinstri; Jóhannes Gauti Óttarsson, Telma Rut Frímannsdóttir, Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Hekla Helgadóttir
Efri röð frá vinstri; Andri Sveinsson Landsliðsþjálfari í Kumite, Arnór Ingi Sigurðsson, Kristján Ó. Davíðsson, Kristján Helgi Carrasco, Ragnar Eyþórsson, Ásmundur Ísak Jónsson Landsliðsþjálfari í Kata. Í neðri röð frá vinstri; Jóhannes Gauti Óttarsson, Telma Rut Frímannsdóttir, Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Hekla Helgadóttir Karatesamband Íslands.

Aðalheiður Rósa Harðardóttir náði góðum árangri á karatemóti sem fram fór um s.l. helgi í Stokkhólmi. Um 650 keppendur frá 12 löndum tóku þátt.

Aðalheiður fékk gullverðlaun í kata dangráður og hún fékk einnig gullverðlaun í hópkata með þeim Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur og Kristínu Magnúsdóttur. Að auki fékk Aðalheiður ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Alls fengu íelsnsku keppendurnir fimm gullverðlaun og alls 27 verðlaun á mótinu.

Davíð Freyr Guðjónsson fékk gullverðlaun í kadet dangráðu og hann fékk einnig tvenn bronsverðlaun.

Auk þeirra tveggja þá vannst gull í hópkata drengja 11-13 ára og í liðakeppni í kumite kvenna.

Gull kata junior dangráða:

Aðalheiður Rósa Harðardóttir.

Gull kata kadet dangráða:

Davíð Freyr Guðjónsson.

Gull hópkata junior:

Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir.

Gull teamkumite kvenna:

Hekla Helgadóttir, Telma Rut Frímannsdóttir.

Gull hópkata 11-13 ára:

Bogi Benediktsson, Eiríkur Róbertsson, Breki Guðmundsson.

Silfur kumite junior -68kg:

Elías Snorrason.

Silfur kumite kvenna -61kg:

Telma Rut Frímannsdóttir.

Silfur kumite junior -61kg:

Elías Guðnason.

Silfur Kata kadet dangráða:

Heiðar Benediktsson.

Silfur kata kadet 4-6.kyu:

Pjetur Stefánsson.

Silfur hópkata senior:

Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Hekla Helgadóttir, Kristín Magnúsdóttir.

Brons kata junior dangráða:

Svana katla Þorsteinsdóttir.

Brons kata junior open:

Svana katla Þorsteinsdóttir.

Brons kata junior open:

Aðalheiður Rósa Harðardóttir.

Brons kumite kadet:

Davíð Freyr Guðjónsson.

Brons kumite kadet:

Heiðar Benediktsson.

Brons kata kadet 1-3.kyu:

Karl Friðrik Scioth.

Brons kata kadet 4-6.kyu:

Agnar Þór Óskarsson.

Brons kumite kvenna -55kg:

Hekla Helgadóttir.

Brons kumite junior -61kg:

Sverrir Magnússon.

Brons kumite junior +76kg:

Eggert Ólafur Árnason.

Brons kumite junior +76kg:

Bergþór Vikar Geirsson.

Brons kumite junior -68kg:

Jóhannes Gauti Óttarsson.

Brons kumite junior -68kg:

Kristján H. Carrasco

Brons kumite senior -78kg:

Kristján Ó. Davíðsson

Brons kumite senior -78kg:

Arnór Ingi Sigurðsson

Brons hópkata junior:

Birkir Indriðason, Davíð Freyr Guðjónsson, Heiðar Benediktsson








Fleiri fréttir

Sjá meira


×