Sænskum bönkum blæðir út í Eystrasaltslöndunum 2. febrúar 2010 10:34 Samkvæmt útreikningum Riksbanken það er sænska seðlabankans munu sænsku bankarnir SEB, Swedbank og Nordea tapa 120 milljörðum sænskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. í Eystrasaltslöndunum samanlagt árin 2009 og 2010.Þetta kom fram í máli Stefan Ingves seðlabankastjóra Svíþjóðar á fundi með fjárlaganefnd sænska þingsins í morgun. Af þessari upphæð munu SEB og Swedbank tapa um 80% eða 96 milljörðum sænskra kr.Stefan Ingves segir að þessir útreikningar sýni að kreppunni sé ekki lokið hvað sænsku bankana varðar, einkum þá sem eru með mikla lánaáhættu í Eystrasaltslöndunum. „Við sjáum að þessi lönd eru enn í kreppu með mikið og vaxandi atvinnuleysi og mikinn samdrátt í landsframleiðslu, neyslu og fjárfestingum," segir Ingves.Ennfremur segir Ingves að þessi þróun þýði að æ fleiri geti ekki borgað af lánum sínum. „Það hefur í för með sér að bankarnir, bæði innlendir og erlendir, verða að afskrifa meira og það mun sjást í ársfjórðungsuppgjörum SEB og Swedbank," segir Ingves.Ingves segir að á móti þessum neikvæðu fréttum komi svo að botninum í kreppunni virðist nú náð í framangreindum löndum eða honum verði náð í náinni framtíð. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samkvæmt útreikningum Riksbanken það er sænska seðlabankans munu sænsku bankarnir SEB, Swedbank og Nordea tapa 120 milljörðum sænskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. í Eystrasaltslöndunum samanlagt árin 2009 og 2010.Þetta kom fram í máli Stefan Ingves seðlabankastjóra Svíþjóðar á fundi með fjárlaganefnd sænska þingsins í morgun. Af þessari upphæð munu SEB og Swedbank tapa um 80% eða 96 milljörðum sænskra kr.Stefan Ingves segir að þessir útreikningar sýni að kreppunni sé ekki lokið hvað sænsku bankana varðar, einkum þá sem eru með mikla lánaáhættu í Eystrasaltslöndunum. „Við sjáum að þessi lönd eru enn í kreppu með mikið og vaxandi atvinnuleysi og mikinn samdrátt í landsframleiðslu, neyslu og fjárfestingum," segir Ingves.Ennfremur segir Ingves að þessi þróun þýði að æ fleiri geti ekki borgað af lánum sínum. „Það hefur í för með sér að bankarnir, bæði innlendir og erlendir, verða að afskrifa meira og það mun sjást í ársfjórðungsuppgjörum SEB og Swedbank," segir Ingves.Ingves segir að á móti þessum neikvæðu fréttum komi svo að botninum í kreppunni virðist nú náð í framangreindum löndum eða honum verði náð í náinni framtíð.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira