Lækkun á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna lækkar raunvexti 27. maí 2010 10:45 "Ef raunávöxtun skuldabréfa er hærri en hagvöxtur fer stöðugt meiri og meiri peningur í að greiða vexti sem hlutfall af landsframleiðslu. Slíkt gengur augljóslega ekki til lengdar," segir Már. Már Wolfgang Mixa fjármálafræðingur telur að lækka þurfi núverandi 3,5% lágmarks ávöxtunarkröfu hjá lífeyrissjóðunum. Slíkt myndi veita svigrúm til lækkunnar á raunvöxtum sem Már telur vera alltof háa í dag og óraunhæfa. „Slæmu fréttirnar við lækkun á ávöxtunarkröfunni eru að slíkt leiðir óhjákvæmilega til enn frekari skerðingar á lífeyri landsmanna," segir Már. „Á móti kemur að það veitir sjóðsstjórum lífeyrissjóða tækifæri til að fjárfesta í Íbúðabréfum með lægri ávöxtunarkröfu. Slíkt veitir rými til lækkunar raunvaxta, sem í dag eru óraunhæfir." Már segir að sterkt samband sé á milli raunvaxta og hagvöxtar. „Raunvextir eru vextir umfram verðbólgu en almennur hagvöxtur er breyting landsframleiðslu frá einu ári til annars að teknu tilliti til verðbólgu. Ef raunávöxtun skuldabréfa er hærri en hagvöxtur fer stöðugt meiri og meiri peningur í að greiða vexti sem hlutfall af landsframleiðslu. Slíkt gengur augljóslega ekki til lengdar," segir Már. „Ávöxtunarkrafa verðtryggðra lána hefur í gegnum tíðina verið afar há. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsnæðislána var lengi vel 5-6% en er nú nálægt sögulegu lágmarki, rúmlega 4%. Það er þó hærra en t.d. Danmörku og Finnlandi en þar hafa raunvextir síðustu ár verið í kringum 2-4%. Raunávöxtun verðtryggðra lána hefur hins vegar verið lægri en raunávöxtun óverðtryggðra lána þar sem lántakendur taka á móti á sig áhættu varðandi sveiflum í verðbólgu. Þetta var skiljanlegt til skemmri tíma þar sem að aðgangur að lánsfjármagni var takmarkaður." Í sögulegu samhengi segir Már að verðtryggingin var nokkurs konar brunatrygging sett á í lok áttunda áratugarins sem ákveðið neyðarúrræði til að bregðast við gífurlegri verðbólgu. Sparifjáreigendur voru í æ minna mæli tilbúnir til að lána pening því að hann varð að engu í verðbólgubálinu. Þetta leiddi til þess að einu lánin sem Íslendingar fengu orðið voru lán handstýrð af stjórnmálamönnum og erlend lán. Már bendir á að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var meðaltal hagvaxtar á mann 1,6% síðasta áratug. Skuldabréf útgefin í upphafi áratugarins voru með ávöxtunarkröfu á bilinu 5-6%. Það þýðir að þjóðarbúið hefur árlega greitt rúm 3% af tekjum sínum umfram hagvöxt í vaxtakostnað á þessu tímabili. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Már Wolfgang Mixa fjármálafræðingur telur að lækka þurfi núverandi 3,5% lágmarks ávöxtunarkröfu hjá lífeyrissjóðunum. Slíkt myndi veita svigrúm til lækkunnar á raunvöxtum sem Már telur vera alltof háa í dag og óraunhæfa. „Slæmu fréttirnar við lækkun á ávöxtunarkröfunni eru að slíkt leiðir óhjákvæmilega til enn frekari skerðingar á lífeyri landsmanna," segir Már. „Á móti kemur að það veitir sjóðsstjórum lífeyrissjóða tækifæri til að fjárfesta í Íbúðabréfum með lægri ávöxtunarkröfu. Slíkt veitir rými til lækkunar raunvaxta, sem í dag eru óraunhæfir." Már segir að sterkt samband sé á milli raunvaxta og hagvöxtar. „Raunvextir eru vextir umfram verðbólgu en almennur hagvöxtur er breyting landsframleiðslu frá einu ári til annars að teknu tilliti til verðbólgu. Ef raunávöxtun skuldabréfa er hærri en hagvöxtur fer stöðugt meiri og meiri peningur í að greiða vexti sem hlutfall af landsframleiðslu. Slíkt gengur augljóslega ekki til lengdar," segir Már. „Ávöxtunarkrafa verðtryggðra lána hefur í gegnum tíðina verið afar há. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsnæðislána var lengi vel 5-6% en er nú nálægt sögulegu lágmarki, rúmlega 4%. Það er þó hærra en t.d. Danmörku og Finnlandi en þar hafa raunvextir síðustu ár verið í kringum 2-4%. Raunávöxtun verðtryggðra lána hefur hins vegar verið lægri en raunávöxtun óverðtryggðra lána þar sem lántakendur taka á móti á sig áhættu varðandi sveiflum í verðbólgu. Þetta var skiljanlegt til skemmri tíma þar sem að aðgangur að lánsfjármagni var takmarkaður." Í sögulegu samhengi segir Már að verðtryggingin var nokkurs konar brunatrygging sett á í lok áttunda áratugarins sem ákveðið neyðarúrræði til að bregðast við gífurlegri verðbólgu. Sparifjáreigendur voru í æ minna mæli tilbúnir til að lána pening því að hann varð að engu í verðbólgubálinu. Þetta leiddi til þess að einu lánin sem Íslendingar fengu orðið voru lán handstýrð af stjórnmálamönnum og erlend lán. Már bendir á að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var meðaltal hagvaxtar á mann 1,6% síðasta áratug. Skuldabréf útgefin í upphafi áratugarins voru með ávöxtunarkröfu á bilinu 5-6%. Það þýðir að þjóðarbúið hefur árlega greitt rúm 3% af tekjum sínum umfram hagvöxt í vaxtakostnað á þessu tímabili.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent