Meinfyndinn Machete Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. nóvember 2010 07:00 Eini tilgangur Machete er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar. Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira