Umfjöllun: Loks vann Akureyri Hauka Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 22. október 2010 20:14 Atli Hilmarsson byrjar vel með Akureyri. Fréttablaðið/Vilhelm Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.Akureyringar tóku Björgvin Hólmgeirsson alveg úr umferð og hann mátti sín lítils. Akureyri spilaði 3-2-1 vörn og gekk vel út í sóknarmenn Hauka. Á línunni var gríðarleg barátta Heimis Óla og Guðlaugs og hafði Húsvíkingurinn, Öxlin, yfirleitt betur. Það var lítið skorað og eftir tæpar tíu mínútur var staðan 1-1. Hún var svo 5-5 um miðbik hálfleiksins áður en heimamenn sigu fram úr. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og voru skrefi á undan út hálfleikinn. Mikið var um mistök á báða bóga, sem og hjá dómurum leiksins, og bæði lið töpuðu boltanum klaufalega í sóknum sínum.Hálfleiksstaðan var 12-10 fyrir Akureyri en báði markmenn vörðu tíu skot í fyrri hálfleik. Haukar jöfnuðu strax en Birkir Ívar var kominn í markið og varði strax vel. Akureyri náðu þó aftur upp forskoti, það fór í fimm mörk þegar þrettán mínútur voru eftir og aftur þegar átta mínútur lifðu leiks. Haukar fóru illa að ráði sínu í sókninni, skutu mjög illa og töpuðu mörgum boltum. Vörn þeirra var svipuð og Akureyringa en ekki jafn góð. Sveinbjörn var frábær í marki Akureyrar og lagði grunninn að góðum sigri Akureyringa. Þetta er fyrsti sigur Akureyrar á Haukum á heimavelli síðan félagið var stofnað árið 2006. Heimir Örn og Bjarni voru góðir í sókn Akureyrar en Guðlaugur frábær í vörninni. Sveinbjörn eins og áður segir var frábær og maður leiksins. Hjá Haukum var Björgvin tekinn úr umferð allan leikinn. Enginn steig upp og skotnýting liðsins var afleit. Markmennirnir voru góðir en það er ekki nóg þegar vörnin er hriplek. Sanngjarn sigur Akureyringa sem eru með fullt hús á toppi deildarinnar.Akureyri - Haukar 25-19 (12-10)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (11), Oddur Gretarsson 6/1 (11/2), Heimir Örn Árnason 5 (8), Geir Guðmundsson 4 (10), Halldór Logi Árnason 2 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/1 (41/4, 54%), Stefán U. Guðnason 0/1 (1/1, 0%).Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 2, Bjarni 2, Halldór).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Halldór, ).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 5/3 (11/4), Freyr Brynjarsson 3 (6), Björgvin Hólmgeirsson 3 (9), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Gísli Jón Þórisson 2 (8), Stefán Rafn Sigurmannson 2 (9), Einar Örn Jónsson 1 (1), Tjörvi Þorgeirsson 1 (5).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (23/1, 43%), Aron Rafn Eðvarðsson 10 (22/1, 46%).Hraðaupphlaup: 3 (Heimir, Björgvin, Freyr, ).Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli, Freyr 2, Þorkell).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Nokkrir skrýtnir dómar, ágætir heilt yfir. Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Akureyri vann frækilegan sigur á Haukum í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Sigur Akureyringa var öruggur og sanngjarn en liðið er á toppnum með fullt hús stiga. Lokatölur á Akureyri í kvöld 25-19.Akureyringar tóku Björgvin Hólmgeirsson alveg úr umferð og hann mátti sín lítils. Akureyri spilaði 3-2-1 vörn og gekk vel út í sóknarmenn Hauka. Á línunni var gríðarleg barátta Heimis Óla og Guðlaugs og hafði Húsvíkingurinn, Öxlin, yfirleitt betur. Það var lítið skorað og eftir tæpar tíu mínútur var staðan 1-1. Hún var svo 5-5 um miðbik hálfleiksins áður en heimamenn sigu fram úr. Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og voru skrefi á undan út hálfleikinn. Mikið var um mistök á báða bóga, sem og hjá dómurum leiksins, og bæði lið töpuðu boltanum klaufalega í sóknum sínum.Hálfleiksstaðan var 12-10 fyrir Akureyri en báði markmenn vörðu tíu skot í fyrri hálfleik. Haukar jöfnuðu strax en Birkir Ívar var kominn í markið og varði strax vel. Akureyri náðu þó aftur upp forskoti, það fór í fimm mörk þegar þrettán mínútur voru eftir og aftur þegar átta mínútur lifðu leiks. Haukar fóru illa að ráði sínu í sókninni, skutu mjög illa og töpuðu mörgum boltum. Vörn þeirra var svipuð og Akureyringa en ekki jafn góð. Sveinbjörn var frábær í marki Akureyrar og lagði grunninn að góðum sigri Akureyringa. Þetta er fyrsti sigur Akureyrar á Haukum á heimavelli síðan félagið var stofnað árið 2006. Heimir Örn og Bjarni voru góðir í sókn Akureyrar en Guðlaugur frábær í vörninni. Sveinbjörn eins og áður segir var frábær og maður leiksins. Hjá Haukum var Björgvin tekinn úr umferð allan leikinn. Enginn steig upp og skotnýting liðsins var afleit. Markmennirnir voru góðir en það er ekki nóg þegar vörnin er hriplek. Sanngjarn sigur Akureyringa sem eru með fullt hús á toppi deildarinnar.Akureyri - Haukar 25-19 (12-10)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (11), Oddur Gretarsson 6/1 (11/2), Heimir Örn Árnason 5 (8), Geir Guðmundsson 4 (10), Halldór Logi Árnason 2 (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/1 (41/4, 54%), Stefán U. Guðnason 0/1 (1/1, 0%).Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 2, Bjarni 2, Halldór).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Halldór, ).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 5/3 (11/4), Freyr Brynjarsson 3 (6), Björgvin Hólmgeirsson 3 (9), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Gísli Jón Þórisson 2 (8), Stefán Rafn Sigurmannson 2 (9), Einar Örn Jónsson 1 (1), Tjörvi Þorgeirsson 1 (5).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (23/1, 43%), Aron Rafn Eðvarðsson 10 (22/1, 46%).Hraðaupphlaup: 3 (Heimir, Björgvin, Freyr, ).Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli, Freyr 2, Þorkell).Utan vallar: 4 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Nokkrir skrýtnir dómar, ágætir heilt yfir.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira