Óttast að danskir bankar tapi miklu á þessu ári 11. janúar 2010 08:20 Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra. Fjallað er um málið í Ökonomisk Ugebrev. Þar segir að matsfyrirtækið telji að fasteignabólan í Danmörku hafi blásið það mikið út í landinu að áhætta danskra banka sé mun meiri en þeirra sænsku og finnsku. Standard & Poors eru áfram með dönsku bankanna í áhættuhópi 2, en þangað féll landið á árinu 2008. Sænskir og finnskir bankar eru í áhættuhópi 1. Matsfyrirtækið telur að dönsku bankarnir hafi verið mun áhætusæknari en þeir sænsku og finnsku og því horfa þeir fram á að tapa meiru vegna fasteignabólunnar. „Við teljum að dönsku bankarnir í sameiningu hafi tapað sem svarar til um eins prósents af heildarlánum sínum árið 2009," segir Louise Lundberg hjá Standard & Poors í Stokkhólmi. „Við gerum ráð fyrir að heildartapið verði á þessum nótum í ár. Kannski verður það aðeins lægra." Þá telur matsfyrirtækið að meiri áhætta sé í kringum fyrirtækjalán dönsku bankanna en þeirra sænsku og finnsku. Hér má geta þess að FIH bankinn sem er í íslenskri eigu sérhæfir sig í lánum til fyrirtækja. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra. Fjallað er um málið í Ökonomisk Ugebrev. Þar segir að matsfyrirtækið telji að fasteignabólan í Danmörku hafi blásið það mikið út í landinu að áhætta danskra banka sé mun meiri en þeirra sænsku og finnsku. Standard & Poors eru áfram með dönsku bankanna í áhættuhópi 2, en þangað féll landið á árinu 2008. Sænskir og finnskir bankar eru í áhættuhópi 1. Matsfyrirtækið telur að dönsku bankarnir hafi verið mun áhætusæknari en þeir sænsku og finnsku og því horfa þeir fram á að tapa meiru vegna fasteignabólunnar. „Við teljum að dönsku bankarnir í sameiningu hafi tapað sem svarar til um eins prósents af heildarlánum sínum árið 2009," segir Louise Lundberg hjá Standard & Poors í Stokkhólmi. „Við gerum ráð fyrir að heildartapið verði á þessum nótum í ár. Kannski verður það aðeins lægra." Þá telur matsfyrirtækið að meiri áhætta sé í kringum fyrirtækjalán dönsku bankanna en þeirra sænsku og finnsku. Hér má geta þess að FIH bankinn sem er í íslenskri eigu sérhæfir sig í lánum til fyrirtækja.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira