Innlent

Leita skýringa á andláti Erics

Eric John Burton fannst látinn í gær.
Eric John Burton fannst látinn í gær.
Rannsóknadeild lögreglunnar leitar nú skýringa á því að Englendingurinn Eric John Burton, sem brá sér út úr húsbíl sínum við Háaleitisbraut og ætlaði í stutta gönguför á miðvikudagskvöld, skyldi finnast látinn í Hafnarfjarðarhöfn um kvöldmatarleitið í gær. Það var í tæplega tíu kílómetra fjarlægð frá hjólhýsinu.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um það, hvort áverkar voru á líkinu, en Eric var lungnasjúklingur og gat ekki gengið langt án súrefnisgjafar. Hann átti íslenska sambýliskonu og var kunnugur á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×