Birgir Sigurðsson: Aulabrandaraleg stjórnmálabarátta Birgir Sigurðsson skrifar 26. maí 2010 14:44 Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraftur skapað margar eftirminnilegar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægilegan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók "starfsmann á plani" til bæna? Nú hefur Jón hins vegar boðið sig fram til borgarstjórnar. Í fyrstu héldu menn að það væri ein aulafyndnin í viðbót. Með þessu framboði væri hann um stund að breyta borgarpóli-tíkinni í uppistand til þess að gleðja þá mörgu Reykvíkinga sem eru illa komnir og hnípnir eftir hrunið. En Jón Gnarr hefur tekið af allan vafa: Þetta uppistand er í alvöru. Hann hefur skipt um svið. Arkað inn á svið stjórnmálanna. Samt virðist hann hafa lítið fram að færa umfram það að skemmta sér og sínum með gamalkunnum töktum á kostnað annarra framboða og núverandi borgarfulltrúa; þeir séu svo leiðinlegir en hann sjálfur svo skemmtilegur. Þessi sérkennilega sjálfumgleði virðist falla vel í kramið. Ekki er annað að sjá en Jón Gnarr og félagar séu í þann mund að svífa inn í borgarstjórn á vængjum vinsælda hans sem skemmtikrafts. Framboðið er eins og vel heppnað show. Það er mikið klappað fyrir því. Líkt og við þráum það eitt að niður-lægingu okkar eftir hrunið verði umbreytt í eitt allsherjar grín og við losum okkur við þá sem nú sitja í borgarstjórn af því þeir séu svo "leiðinlegir" en kjósum Jón Gnarr og kó í staðinn af því hann sé svo "skemmtilegur". Ekki er annað að heyra á honum sjálfum en að sami mælikvarði eigi að gilda um frammistöðu skemmtikrafta og stjórnmálamanna: Stjórnmál eiga að vera skemmtileg (eins og ég) segir hann. Stundum má heyra á útlendingum og Íslendingum sem snúa heim frá fátækum þjóðum að það sé engin kreppa á Íslandi. Þeir horfa á það sem snýr út; velmegunarleg húsin, alla bílana. Gera sér ekki grein fyrir að þetta er tálsýn úr steypu og blikki, skynja ekki að á bak við það sem út snýr er fólk sem starir andvaka út í myrkrið, veltir fyrir sér hverri krónu og nær ekki endum saman: Fjörutíu prósent þjóðarinnar samkvæmt könnun en áreiðanlega fleiri. Þetta fólk þjáist. Það er reitt. Ráðalaust og hjálparvana. Velviljað fólk sem enn á vel til hnífs og skeiðar er einnig reitt og ráðalaust. Við vorum öll svikin. Særð. Rænd. Afbrotamenn náðu undir sig bankakerfinu, fjármálafyrirtækjum, stórfyrirtækjum. Þeir sugu úr þeim blóð og merg sjálfum sér til handa. Og þeir nutu til þess fulltingis valdamikilla stjórnmálamanna sem hafa óstjórnað landinu í mörg ár. Engin þjóð í Evrópu hefur verið jafn illa leikin á fjármálasviðinu á jafn skömmum tíma. Við hrærumst í loftþungu rými örvæntingar og andlegrar kreppu og þráum breytingar til góðs. Innan skamms verða kosningar í Reykjavík. Gætum að okkur. Komum böndum á örvæntinguna. Hemjum reiðina. Teljum upp að tíu. Gefum dómgreindinni pláss. Við eigum nóg af henni. Hleypum henni að. Spyrjum spurninga, til að mynda þessara: Er líklegt að næfurþunnar og klisjukenndar yfirlýsingar þessa framboðs Jóns Gnarr, með einstaka aulabrandara-uppbrotum, feli í sér raunverulega von um breytingar til góðs? Ennfremur: Er trúlegt að Jón Gnarr, sem er sérfræðingur í gríni, sé svo mikill sérfræðingur í borgarmálum að óhætt sé að skófla stórum hluta borgarfulltrúa burt í einni svipan svo hann og hans menn komist að? Hafa núverandi borgarfulltrúar brugðist svona herfilega? Var hrunið og afleiðingar þess þeim að kenna? Spyrjum spurninga, til dæmis þessara: Er líklegt að meðframbjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úrlausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekkingu og yfirsýn sem til þarf? Skoðum þá. Hvern og einn. Er ekki einhver vinsældaveiðalykt af sumum þeirra? Búa þeir ekki yfir einhverri ófullnægðri og óhollri þrá til skyndiáhrifa? Eða vilja þeir bara fá að vera með í showinu? Spyrjum spurninga, til að mynda þessarar: Veldur Jón Gnarr sjálfur verkefnum borgarstjórnar? Felur framboð og stjórnmálabarátta hans kannski í sér það lýðskrum sem okkur ber sem ábyrgum kjósendum að sjá við? Skoðum hann. Vel og vandlega. Stöndum fast í fæturna. Höfum jarðsamband. Með óhvikulu raunsæi. Skoðum hann. Án óskhyggju. Gætum þess að láta ekki vinsældir hans sem skemmtikrafts villa okkur sýn. Virkjum dómgreindina.Við eigum nóg af henni. Notum hana. Spyrjum spurninga. En gefum Jóni Gnarr það sem Jón Gnarr á. Hann er góður á sínu sviði: sem skemmtikraftur hallæristakta og aulafyndni. En viljum við fá hann í borgarstjórn? Viljum við fá hann sem borgarstjóra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraftur skapað margar eftirminnilegar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægilegan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók "starfsmann á plani" til bæna? Nú hefur Jón hins vegar boðið sig fram til borgarstjórnar. Í fyrstu héldu menn að það væri ein aulafyndnin í viðbót. Með þessu framboði væri hann um stund að breyta borgarpóli-tíkinni í uppistand til þess að gleðja þá mörgu Reykvíkinga sem eru illa komnir og hnípnir eftir hrunið. En Jón Gnarr hefur tekið af allan vafa: Þetta uppistand er í alvöru. Hann hefur skipt um svið. Arkað inn á svið stjórnmálanna. Samt virðist hann hafa lítið fram að færa umfram það að skemmta sér og sínum með gamalkunnum töktum á kostnað annarra framboða og núverandi borgarfulltrúa; þeir séu svo leiðinlegir en hann sjálfur svo skemmtilegur. Þessi sérkennilega sjálfumgleði virðist falla vel í kramið. Ekki er annað að sjá en Jón Gnarr og félagar séu í þann mund að svífa inn í borgarstjórn á vængjum vinsælda hans sem skemmtikrafts. Framboðið er eins og vel heppnað show. Það er mikið klappað fyrir því. Líkt og við þráum það eitt að niður-lægingu okkar eftir hrunið verði umbreytt í eitt allsherjar grín og við losum okkur við þá sem nú sitja í borgarstjórn af því þeir séu svo "leiðinlegir" en kjósum Jón Gnarr og kó í staðinn af því hann sé svo "skemmtilegur". Ekki er annað að heyra á honum sjálfum en að sami mælikvarði eigi að gilda um frammistöðu skemmtikrafta og stjórnmálamanna: Stjórnmál eiga að vera skemmtileg (eins og ég) segir hann. Stundum má heyra á útlendingum og Íslendingum sem snúa heim frá fátækum þjóðum að það sé engin kreppa á Íslandi. Þeir horfa á það sem snýr út; velmegunarleg húsin, alla bílana. Gera sér ekki grein fyrir að þetta er tálsýn úr steypu og blikki, skynja ekki að á bak við það sem út snýr er fólk sem starir andvaka út í myrkrið, veltir fyrir sér hverri krónu og nær ekki endum saman: Fjörutíu prósent þjóðarinnar samkvæmt könnun en áreiðanlega fleiri. Þetta fólk þjáist. Það er reitt. Ráðalaust og hjálparvana. Velviljað fólk sem enn á vel til hnífs og skeiðar er einnig reitt og ráðalaust. Við vorum öll svikin. Særð. Rænd. Afbrotamenn náðu undir sig bankakerfinu, fjármálafyrirtækjum, stórfyrirtækjum. Þeir sugu úr þeim blóð og merg sjálfum sér til handa. Og þeir nutu til þess fulltingis valdamikilla stjórnmálamanna sem hafa óstjórnað landinu í mörg ár. Engin þjóð í Evrópu hefur verið jafn illa leikin á fjármálasviðinu á jafn skömmum tíma. Við hrærumst í loftþungu rými örvæntingar og andlegrar kreppu og þráum breytingar til góðs. Innan skamms verða kosningar í Reykjavík. Gætum að okkur. Komum böndum á örvæntinguna. Hemjum reiðina. Teljum upp að tíu. Gefum dómgreindinni pláss. Við eigum nóg af henni. Hleypum henni að. Spyrjum spurninga, til að mynda þessara: Er líklegt að næfurþunnar og klisjukenndar yfirlýsingar þessa framboðs Jóns Gnarr, með einstaka aulabrandara-uppbrotum, feli í sér raunverulega von um breytingar til góðs? Ennfremur: Er trúlegt að Jón Gnarr, sem er sérfræðingur í gríni, sé svo mikill sérfræðingur í borgarmálum að óhætt sé að skófla stórum hluta borgarfulltrúa burt í einni svipan svo hann og hans menn komist að? Hafa núverandi borgarfulltrúar brugðist svona herfilega? Var hrunið og afleiðingar þess þeim að kenna? Spyrjum spurninga, til dæmis þessara: Er líklegt að meðframbjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úrlausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekkingu og yfirsýn sem til þarf? Skoðum þá. Hvern og einn. Er ekki einhver vinsældaveiðalykt af sumum þeirra? Búa þeir ekki yfir einhverri ófullnægðri og óhollri þrá til skyndiáhrifa? Eða vilja þeir bara fá að vera með í showinu? Spyrjum spurninga, til að mynda þessarar: Veldur Jón Gnarr sjálfur verkefnum borgarstjórnar? Felur framboð og stjórnmálabarátta hans kannski í sér það lýðskrum sem okkur ber sem ábyrgum kjósendum að sjá við? Skoðum hann. Vel og vandlega. Stöndum fast í fæturna. Höfum jarðsamband. Með óhvikulu raunsæi. Skoðum hann. Án óskhyggju. Gætum þess að láta ekki vinsældir hans sem skemmtikrafts villa okkur sýn. Virkjum dómgreindina.Við eigum nóg af henni. Notum hana. Spyrjum spurninga. En gefum Jóni Gnarr það sem Jón Gnarr á. Hann er góður á sínu sviði: sem skemmtikraftur hallæristakta og aulafyndni. En viljum við fá hann í borgarstjórn? Viljum við fá hann sem borgarstjóra?
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar