Viðskipti innlent

Stærsta þrotabúið

Fjárhæð krafna í þrotabú Kaupþings banka liggur fyrir 22. janúar næstkomandi. Gangi áætlanir slitastjórnar eftir verða kröfurnar 29 þúsund talsins.

Til samanburðar var 12.053 kröfum lýst í bú gamla Landsbankans upp á 6.459 milljarða króna. Heildarforgangskröfur námu 2.857 milljörðum króna. Búist er við að um 90 prósent fáist upp í forgangskröfur, sem að mestu eru vegna Icesave-innlánsreikninganna í Bretlandi og Hollandi. Ekkert fæst upp í almennar kröfur.

Þá var 8.685 kröfum lýst í þrotabú Glitnis upp á 3.436 milljarða króna. Áætlað er að kröfuhafar fái á bilinu 20 til 23 prósent upp í kröfur, eða á milli 690 til 860 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×