Lífið

David Beckham hjálpar börnunum með heimanámið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Beckham sást aðstoða börnin sín við heimanám á dögunum. Mynd/ AFP.
David Beckham sást aðstoða börnin sín við heimanám á dögunum. Mynd/ AFP.
David Beckham hefur margt til brunns að bera. Hann er ekki síst þekktur fyrir knattspyrnuhæfileika sína og útlit sem mörgum kvenmanninum þykir víst ómótstæðilegt.

Tímaritið Daily Star segir hins vegar að því hafi löngum verið haldið fram að Beckham væri varla bjartasti liturinn í litakassanum. Að því leyti til hefði það komið mjög mjög á óvart þegar fréttist að hann hefði verið að hjálpa börnunum sínum með heimanámið ekki alls fyrir löngu.

Það er nú samt staðreyndin og sagt er að Beckham ætli að verða iðinn við þetta á meðan að hann nær sér af meiðslum sínum. Hann meiddist í leik gegn AC Milan á dögunum og mun þurfa nokkra mánuði til að ná sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.