Hreinsunardeild réttlætisins Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 6. október 2010 06:00 Í níufréttum útvarps að morgni þriðjudags var fjallað um mánudagsmótmælin á Austurvelli. Þar voru um átta þúsund manns. Boðskapurinn var einn: Við mótmælum ástandinu í samfélaginu. Ástæðurnar voru fleiri, kannski allt að átta þúsund. Eggjum var kastað. Líka grjóti. Málningu slett. Það var mikið drasl eftir á Austurvelli og við Alþingishúsið. Rúður voru brotnar í húsinu, málning á veggjum. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hóf störf strax um nóttina og var enn að störfum morguninn eftir. Deildin á skýra verkferla fyrir svona verkefni, fara í gallana og ganga hreint til verks. Lögreglan var við störf á mótmælakvöldi. Hún hafði góð tök á stöðunni, sagði lögreglustjórinn Stefán Eiríksson. Hún stóð vörð um þinghúsið. Lögreglan nýtur mikils trausts í samfélaginu. Líklega nýtur hreinsunardeildin líka mikils trausts. Þau vita hvað þau ætla að gera, stíga örugg skref og vinna vinnuna sína. Þetta eru starfsmenn á plani. Í síðustu viku fór atkvæðagreiðsla á Alþingi 63-0. Sextíu og þrír þingmenn greiddu því atkvæði að vinna nauðsynlegar umbætur á stjórnkerfinu í kjölfar Hrunsins. Þeirra er þörf. Í stefnuræðu sinni á mánudaginn sagði Jóhanna Sigurðardóttir frá því að bankarnir drægju lappirnar þegar kæmi að sértækum úrræðum fyrir fólk í vanda. Það gengur ekki. Við spyrjum: Þurfum við ekki sérsveit sem stendur vörð um hagsmuni almennings í landinu, hagsmuni fólksins andspænis hagsmunum banka og auðræðiskerfis sem kallaði Hrunið yfir þjóðina? Þurfum við ekki hreinsunardeild sem tekur til í bönkum og stjórnkerfi eftir Hrunið? Sem víkur þeim frá sem hirða ekki um málefni ekkna og munaðarleysingja, sem gæta ekki réttar þeirra sem minnst mega sín? Hvers vegna eru engir verkferlar til í landinu fyrir slík verkefni? Hvar eru starfsmennirnir sem eiga heima á því plani? Við köllum eftir sérsveit mennskunnar. Við köllum eftir hreinsunardeild réttlætisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í níufréttum útvarps að morgni þriðjudags var fjallað um mánudagsmótmælin á Austurvelli. Þar voru um átta þúsund manns. Boðskapurinn var einn: Við mótmælum ástandinu í samfélaginu. Ástæðurnar voru fleiri, kannski allt að átta þúsund. Eggjum var kastað. Líka grjóti. Málningu slett. Það var mikið drasl eftir á Austurvelli og við Alþingishúsið. Rúður voru brotnar í húsinu, málning á veggjum. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hóf störf strax um nóttina og var enn að störfum morguninn eftir. Deildin á skýra verkferla fyrir svona verkefni, fara í gallana og ganga hreint til verks. Lögreglan var við störf á mótmælakvöldi. Hún hafði góð tök á stöðunni, sagði lögreglustjórinn Stefán Eiríksson. Hún stóð vörð um þinghúsið. Lögreglan nýtur mikils trausts í samfélaginu. Líklega nýtur hreinsunardeildin líka mikils trausts. Þau vita hvað þau ætla að gera, stíga örugg skref og vinna vinnuna sína. Þetta eru starfsmenn á plani. Í síðustu viku fór atkvæðagreiðsla á Alþingi 63-0. Sextíu og þrír þingmenn greiddu því atkvæði að vinna nauðsynlegar umbætur á stjórnkerfinu í kjölfar Hrunsins. Þeirra er þörf. Í stefnuræðu sinni á mánudaginn sagði Jóhanna Sigurðardóttir frá því að bankarnir drægju lappirnar þegar kæmi að sértækum úrræðum fyrir fólk í vanda. Það gengur ekki. Við spyrjum: Þurfum við ekki sérsveit sem stendur vörð um hagsmuni almennings í landinu, hagsmuni fólksins andspænis hagsmunum banka og auðræðiskerfis sem kallaði Hrunið yfir þjóðina? Þurfum við ekki hreinsunardeild sem tekur til í bönkum og stjórnkerfi eftir Hrunið? Sem víkur þeim frá sem hirða ekki um málefni ekkna og munaðarleysingja, sem gæta ekki réttar þeirra sem minnst mega sín? Hvers vegna eru engir verkferlar til í landinu fyrir slík verkefni? Hvar eru starfsmennirnir sem eiga heima á því plani? Við köllum eftir sérsveit mennskunnar. Við köllum eftir hreinsunardeild réttlætisins.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar