Er RÚV dottið úr sambandi? 3. september 2010 06:00 Ég hef alltaf haldið að fyrirtækjum væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út en hafði þó á því ákveðinn skilning vegna of mikils kostnaðar. Dynur þá ekki yfir að þau ætla að skrúfa fyrir einn vinsælasta þáttinn á Rás 1 sem verið hefur um langa hríð. „Orð skulu standa" hafa unnið sér þann sess að fágætt er og hafa stjórnendur gert hann með óvenjulegum ágætum. Og ekki aðeins þáttinn, heldur settu þau á markað spil sem heitir „Kollgátan" og seldist það upp á skömmum tíma. Ég var svo heppin á fá þetta spil í jólagjöf og síðan þá hefur það verið í stöðugu láni til ungra jafnt sem aldinna, og spilað í öllum sumarbústaðaferðum og fjölskyldumótum hvers konar. Allt þetta sýnir hve vel tókst með „Orð skulu standa". Það efldi umræðu, vitund og áhuga á málinu okkar svo um munaði. Því er þessi ráðagerð þeirra á RÚV óskiljanleg ... nema þeim sé illa við að fólk hlusti á útvarpið. Annar þáttur er Andrarímur á sunnudagskvöldum sem margir sakna mjög. Og ef þið dirfist að segja að þetta sé nú bara gömul kerling að tuða þá er það út af fyrir sig rétt, en ekki flögrar að mér að biðja forláts á því nema síður sé og vitið þið hvað? Ég er meira að segja líka með kosningarétt. Pælið í því! En nú vil ég gjarnan vera dálítið hjálpleg og legg hér fram sparnaðartillögur sem mætti íhuga áður en vandaðir þættir sem höfða til fólks á öllum aldri eru slegnir af: Á Rás 2 eru oftlega þættir þar sem tveir ungir menn eru óþreytandi við að gaspra hvor upp í annan, flissandi að eigin aulabröndurum. Getur svona þáttur staðið í tvo eða þrjá tíma. Hvað kostar það? Í sjónvarpi horfa margir á boltann og ekki skal amast við því en er nauðsynlegt að safna saman mörgum mönnum til að „fjalla" um leikina og hvað kostar það? Útlistanir þeirra eru eflaust mjög djúpvitrar, ég efa það ekki. Eru þetta aðeins tvö dæmi af ýmsum sem gætu hugsanlega sparað stofnuninni töluvert fé. Einnig mætti íhuga sjónvarpslaust kvöld einu sinni í viku eins og tíðkaðist um árabil því betra er að hafa enga dagskrá en lélega. Ekki dettur mér í hug að minnast á dýra jeppa eða há laun, sei sei nei, en er kannski hægt að ætlast til að ráðsfólk á RÚV stingi sér í samband og skoði hverjum þau eiga að þjóna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haldið að fyrirtækjum væri í mun að það sem þau hefðu fram að færa félli fólki í geð. Það virðist sem hjá RÚV sé þessu öfugt farið. Ekki var ég fyrr búin að jafna mig á því að Spaugstofan skyldi vera strokuð út en hafði þó á því ákveðinn skilning vegna of mikils kostnaðar. Dynur þá ekki yfir að þau ætla að skrúfa fyrir einn vinsælasta þáttinn á Rás 1 sem verið hefur um langa hríð. „Orð skulu standa" hafa unnið sér þann sess að fágætt er og hafa stjórnendur gert hann með óvenjulegum ágætum. Og ekki aðeins þáttinn, heldur settu þau á markað spil sem heitir „Kollgátan" og seldist það upp á skömmum tíma. Ég var svo heppin á fá þetta spil í jólagjöf og síðan þá hefur það verið í stöðugu láni til ungra jafnt sem aldinna, og spilað í öllum sumarbústaðaferðum og fjölskyldumótum hvers konar. Allt þetta sýnir hve vel tókst með „Orð skulu standa". Það efldi umræðu, vitund og áhuga á málinu okkar svo um munaði. Því er þessi ráðagerð þeirra á RÚV óskiljanleg ... nema þeim sé illa við að fólk hlusti á útvarpið. Annar þáttur er Andrarímur á sunnudagskvöldum sem margir sakna mjög. Og ef þið dirfist að segja að þetta sé nú bara gömul kerling að tuða þá er það út af fyrir sig rétt, en ekki flögrar að mér að biðja forláts á því nema síður sé og vitið þið hvað? Ég er meira að segja líka með kosningarétt. Pælið í því! En nú vil ég gjarnan vera dálítið hjálpleg og legg hér fram sparnaðartillögur sem mætti íhuga áður en vandaðir þættir sem höfða til fólks á öllum aldri eru slegnir af: Á Rás 2 eru oftlega þættir þar sem tveir ungir menn eru óþreytandi við að gaspra hvor upp í annan, flissandi að eigin aulabröndurum. Getur svona þáttur staðið í tvo eða þrjá tíma. Hvað kostar það? Í sjónvarpi horfa margir á boltann og ekki skal amast við því en er nauðsynlegt að safna saman mörgum mönnum til að „fjalla" um leikina og hvað kostar það? Útlistanir þeirra eru eflaust mjög djúpvitrar, ég efa það ekki. Eru þetta aðeins tvö dæmi af ýmsum sem gætu hugsanlega sparað stofnuninni töluvert fé. Einnig mætti íhuga sjónvarpslaust kvöld einu sinni í viku eins og tíðkaðist um árabil því betra er að hafa enga dagskrá en lélega. Ekki dettur mér í hug að minnast á dýra jeppa eða há laun, sei sei nei, en er kannski hægt að ætlast til að ráðsfólk á RÚV stingi sér í samband og skoði hverjum þau eiga að þjóna?
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun