Hamar er komið í frábæra stöðu í úrslitaeinvíginu á móti KR eftir sannfærandi þrettán stiga sigur á deildarmeisturunum, 92-79, í DHL-höllinni í gær.
KR var búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína í úrslitakeppninni með því að fá aðeins á sig 61 stig að meðaltali en átti engin svör við fjölbreyttum sóknarleik Hamarsliðsins sem skoraði 92 stig í leiknum.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í DHl-höllinni í gær og myndaði baráttuna á vellinum.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Hamarskonur skoruðu 92 stig í DHL-höllinni - myndasyrpa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
