Viðskipti innlent

Ritstjóri FT myndi segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Einn af ritstjórum breska viðskiptablaðsins Financial Times myndi segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave frumvarpið. Hann telur að samningurinn sem nú er við lýði muni verða til þess að íslenska ríkið lendir í greiðsluþroti.

Martin Wolf er einn af ritstjórum Financial Times. Hann hefur að undanförnu skrifað greinar þar sem hann tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave deilunni. Hann telur ákvörðun forseta um að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu skiljanlega.

Wolf segir lausnina felast í nýjum samningi milli þjóðanna sem sé viðráðanlegri fyrir Ísland en sá sem nú er við lýði. Sá samningur muni leiða til þess að Íslenska ríkið lendir í greiðsluþroti. Það myndi ekki gagnast Hollendingum og Bretum.

Nánar verður rætt við Martin Wolf í kvöldfréttum Stöðvar 2 annað kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×