Verð hækkar þar til evra fer í 140 krónur 4. júní 2010 05:00 Vilhjálmur egilsson Neytendur þurfa að bíða þar til evran lækkar í um 140 krónur áður en verðlag kemst í jafnvægi. Samtök atvinnulífsins hafa reyndar talið að enn sé inni verðhækkun upp á um tíu prósent. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, formaður samtakanna. „Ef maður tekur hækkanir erlendra gjaldmiðla frá 2008 þá liggur fyrir að þær hækkanir voru ekki komnar alveg fram í verðlagi. Við höfum talið að það héngju því inni allnokkur verðhækkunartilefni, en ef krónan sjálf styrkist þá eyðast þau," segir hann. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, gefur lítið fyrir slík rök og spyr á móti hvers vegna verslanir haldi verði óbreyttu þegar krónan styrkist, fyrst þær hafi getað haldið aftur af sér þegar gengi krónu lækkaði. Neytendasamtökin hafa bent á að síðan í nóvember hafi evran lækkað um rúm fimmtán prósent en á sama tíma hafi verð innflutts varnings nánast staðið í stað. Gengi evru er nú tæpar 157 krónur, en var rúmar 186 í nóvember. Það hefur ekki verið undir 140 krónum síðan í september 2008. Vilhjálmur Egilsson bendir á að gengi evru segi heldur ekki alla söguna, því aðrir gjaldmiðlar hafi hækkað á meðan evran lækkaði. Ýmsar vörur, svo sem olía, eru til að mynda seldar í dollurum. Gylfi Magnússon efnahagsráðherra minnir á að í síðustu mælingu Hagstofu hafi verð lækkað, án þess að evran færi í 140 krónur. „Þannig að ég held að það sé varla hægt að fullyrða að gengið þurfi að lækka um eitthvað ákveðið til að menn sjái það í buddunni," segir hann. Spurður hvort gengi krónu sé á réttri leið, hvort það komi til með að lækka meira, segist Gylfi ekki vilja gefa út „eitt allsherjar heilbrigðisvottorð". „En ég held að við höfum átt inni fyrir styrkingu krónu og eigum það enn. Gengið er vel undir jafnvægisgengi. Það eru því meiri líkur en minni að krónan styrkist á næstu misserum. Þá sjáum við væntanlega innflutningsverðið breytast líka," segir hann. klemens@frettabladid.is Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Neytendur þurfa að bíða þar til evran lækkar í um 140 krónur áður en verðlag kemst í jafnvægi. Samtök atvinnulífsins hafa reyndar talið að enn sé inni verðhækkun upp á um tíu prósent. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, formaður samtakanna. „Ef maður tekur hækkanir erlendra gjaldmiðla frá 2008 þá liggur fyrir að þær hækkanir voru ekki komnar alveg fram í verðlagi. Við höfum talið að það héngju því inni allnokkur verðhækkunartilefni, en ef krónan sjálf styrkist þá eyðast þau," segir hann. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, gefur lítið fyrir slík rök og spyr á móti hvers vegna verslanir haldi verði óbreyttu þegar krónan styrkist, fyrst þær hafi getað haldið aftur af sér þegar gengi krónu lækkaði. Neytendasamtökin hafa bent á að síðan í nóvember hafi evran lækkað um rúm fimmtán prósent en á sama tíma hafi verð innflutts varnings nánast staðið í stað. Gengi evru er nú tæpar 157 krónur, en var rúmar 186 í nóvember. Það hefur ekki verið undir 140 krónum síðan í september 2008. Vilhjálmur Egilsson bendir á að gengi evru segi heldur ekki alla söguna, því aðrir gjaldmiðlar hafi hækkað á meðan evran lækkaði. Ýmsar vörur, svo sem olía, eru til að mynda seldar í dollurum. Gylfi Magnússon efnahagsráðherra minnir á að í síðustu mælingu Hagstofu hafi verð lækkað, án þess að evran færi í 140 krónur. „Þannig að ég held að það sé varla hægt að fullyrða að gengið þurfi að lækka um eitthvað ákveðið til að menn sjái það í buddunni," segir hann. Spurður hvort gengi krónu sé á réttri leið, hvort það komi til með að lækka meira, segist Gylfi ekki vilja gefa út „eitt allsherjar heilbrigðisvottorð". „En ég held að við höfum átt inni fyrir styrkingu krónu og eigum það enn. Gengið er vel undir jafnvægisgengi. Það eru því meiri líkur en minni að krónan styrkist á næstu misserum. Þá sjáum við væntanlega innflutningsverðið breytast líka," segir hann. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira