Innlent

Vél frá Iceland Express varð fyrir eldingu í Winnipeg

Vél Iceland Express varð fyrir eldingu í aðflugi við Winnipeg í Kanada skömmu eftir miðnætti í nótt að íslenskum tíma. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að engan hafi sakað um borð og að engin hætta hafi verið á ferðum, enda vélin búin til að bregðast við slíku.

Vélin mun þó hafa orðið fyrir óverulegum skemmdum, unnuið er að viðgerð en reiknað er með að hún taki nokkra klukkutíma. Því er ekki búist við að vélin fari á loft aftur áleiðis til Íslands fyrr en í kvöld.

Parísarflugi Iceland Express seinkar af þessum sökum í dag, þar til eftir hádegi, en önnur vél félagsins er á leið til landsins til að sinna því flugi. Farþegar, sem eiga bókað flug þangað verða látnir vita um brottför, þegar líður á daginn, segir að lokum í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×